Erlent

Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkra­hús

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ian McKellen er kominn á áttræðisaldur og hefur unnið fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína.
Ian McKellen er kominn á áttræðisaldur og hefur unnið fjölda verðlauna fyrir frammistöðu sína. Vísir/GettyImages

Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk.

Frá þessu er greint á vef Guardian. Áhorfendum var smalað út úr leikhúsinu í kjölfarið og sýningunni aflýst. 

McKellen, sem er 85 ára gamall, var samkvæmt Guardian í miðri bardagasenu þegar hann féll fram af sviðsbrúninni. McKellen hafi í kjölfarið veinað af sársauka og starfsfólk hópast að honum til aðstoðar.

Nánari upplýsingar um líðan McKellen liggja ekki fyrir að svo stöddu. 

Leikferill McKellen spannar fleiri en sex áratugi. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Hringadróttinssögu og X-Menn, ásamt því að hafa leikið í fjölda leikrita í West End í Lundúnum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×