Í tveggja leikja bann fyrir tæklinguna ljótu á Gündoğan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2024 19:46 Sá þýski var heppinn að löppin fór ekki í tvennt. Clive Mason/Getty Images Ryan Porteous, varnarmaður Skotlands, hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta leik á EM karla í fótbolta. Ástæðan er sú að hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna tæklingar sem hann fór í þegar Skotland tapaði 5-1 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð mótsins. Skotland gat vart byrjað EM í Þýskalandi mikið verr. Eftir innan við tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 Þýskalandi í vil og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fór hinn 25 ára gamli Porteous í galna tæklingu innan eigin vítateigs. Hann potaði tánni í boltann en lenti af öllu afli á İlkay Gündoğan, miðjumanni Þýskalands. Niðurstaðan rautt spjald og vítaspyrna. Þýskaland skoraði úr vítinu og staðan 3-0 í hálfleik. Á einhvern ótrúlegan hátt skoraði Skotland í síðari hálfleik en Þjóðverjar skoruðu tvö og unnu 5-1 sigur sem var síst of stór. Vegna rauða spjaldsins var vitað að Porteous yrði ekki með í næsta leik Skotlands, gegn Sviss á miðvikudaginn kemur. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leikmaðurinn sé á leið í tveggja leikja bann og missir því af báðum leikjunum sem eftir eru í riðlinum. BREAKING: UEFA have banned Scotland defender Ryan Porteous for two matches at Euro 2024 for “serious rough play” after his red card against Germany 🚨 pic.twitter.com/X7144A5wdq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 17, 2024 Sá fyrri gegn Sviss og sá síðari gegn Ungverjalandi á sunnudaginn 23. júní. Ef marka má úrslit og frammistöðu Skotlands gegn Þýskalandi þá er hægt að draga þá ályktun að liðið fari ekki upp úr riðlinum og þátttöku Porteous á EM 2024 því lokið. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira
Ástæðan er sú að hann hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann vegna tæklingar sem hann fór í þegar Skotland tapaði 5-1 fyrir Þýskalandi í fyrstu umferð mótsins. Skotland gat vart byrjað EM í Þýskalandi mikið verr. Eftir innan við tuttugu mínútur var staðan orðin 2-0 Þýskalandi í vil og í uppbótartíma fyrri hálfleiks fór hinn 25 ára gamli Porteous í galna tæklingu innan eigin vítateigs. Hann potaði tánni í boltann en lenti af öllu afli á İlkay Gündoğan, miðjumanni Þýskalands. Niðurstaðan rautt spjald og vítaspyrna. Þýskaland skoraði úr vítinu og staðan 3-0 í hálfleik. Á einhvern ótrúlegan hátt skoraði Skotland í síðari hálfleik en Þjóðverjar skoruðu tvö og unnu 5-1 sigur sem var síst of stór. Vegna rauða spjaldsins var vitað að Porteous yrði ekki með í næsta leik Skotlands, gegn Sviss á miðvikudaginn kemur. Nú hefur hins vegar verið staðfest að leikmaðurinn sé á leið í tveggja leikja bann og missir því af báðum leikjunum sem eftir eru í riðlinum. BREAKING: UEFA have banned Scotland defender Ryan Porteous for two matches at Euro 2024 for “serious rough play” after his red card against Germany 🚨 pic.twitter.com/X7144A5wdq— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 17, 2024 Sá fyrri gegn Sviss og sá síðari gegn Ungverjalandi á sunnudaginn 23. júní. Ef marka má úrslit og frammistöðu Skotlands gegn Þýskalandi þá er hægt að draga þá ályktun að liðið fari ekki upp úr riðlinum og þátttöku Porteous á EM 2024 því lokið.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Sjá meira