Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 16:36 Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Arna Jakobína Björnsdóttir undirrituðu kjarasamninga í nótt. Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir. Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira