„Maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli” Árni Gísli Magnússon skrifar 12. júní 2024 21:41 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Anton Brink Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var léttur í lund þegar blaðamann bar að garði eftir 1-0 sigur á Þór á Akureyri í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins með marki á lokaandartökum leiksins. Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.” Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Hvernig eru tilfinningarnar eftir, hvað eigum við að segja, ljótan sigur? Jökull skellti upp úr, sem gefur til kynna að sigurinn hafi kannski ekki verið mjög fallegur, áður en hann tók til máls: „Já, þetta eru bara góðar tilfinningar og okkur fannst þessi leikur svo sem vera fara í framlengingu og mér fannst bara Þórsarar eiga skilið að fara í framlengingu eins og þeir spiluðu, þeir spiluðu frábæran leik, gott lið, vel þjálfað og maður finnur aðeins til með liðinu að þurfa að spila á þessum velli. Þetta eru góðir fótboltamenn og ég veit að Siggi (Sigurður Höskuldsson) og þeir vilji spila góðan fótbolta en bara mjög ánægjulegt.” Það var ýmislegt í spilamennsku Lengjudeildar liði Þórs sem heillaði Jökul. „Þeir eru náttúrulega bara vel drillaðir og svo eru góðir leikmenn þarna inni á milli. Nokkrir mjög öflugir í dag og auðvitað voru þeir í því hlutverki í dag að hafa stjórn á leiknum í dag með því að liggja aðeins og það er mjög eðiliegt, ég held að þeim hafi liðið vel, leikurinn var það hægur og í raun fyrirsjáanlegur að ég held að við höfum aldrei náð að láta þeim líða neitt sérstaklega illa þannig að góðir leikmenn og góður þjálfari.” Það er erfitt að halda því fram að Stjarnan hafi spilað fótbolta í dag á þann hátt sem þeir vilja og spilar völlurinn þar hlutverk en Stjarnan spilar alla jafna á gervigrasi. „Hann spilaði inn í, það var eiginlega ekkert hægt að spila inn á milli, og alltaf þegar við reyndum það misheppnaðist það eða að við fengum ekkert út úr því en það breytti samt ekkert sérstaklega leikskipulaginu því að þeir hafa verið brothættir í boltum aftur fyrir vörnina þannig þó hann hefði verið á gervigrasi hefðum við leitað meira aftur fyrir. Við hefðum hins vegar átt fleiri öðruvísi móment inn á milli á betri velli en bara sterkt að koma hingað og vinna.” Bikarleikir þessara liða á Þórsvellinum hafa verið dramatískir en 2013 vann Stjarnan í vítaspyrnukeppni og 2018 í framlengingu með tveimur mörkum í blálokin eftir að hafa lent undir. Jökull segist ekki hafa verið meðvitaður um þetta. „Nei nei, við erum búnir að skoða síðustu leiki hjá þeim og höfðum góða hugmynd um styrkleika og veikleika og tækifæri en svo auðvitað kemur þetta og það er lokaður leikur og náðum svo sem ekkert að nýta það fyrr en rétt í restina þar sem við erum aggressívir í fyrirgjöf og við ætluðum meira í fyrirgjafir og vel gert að klára það.” Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur deildarleikjum nokkuð sannfærandi og sigurinn í dag því kærkominn. „Já já, líka bara menn eru búnir að vinna mikið frá síðasta leik og leggja rosalega mikið á sig inni á æfingum og utan æfinga og bara rýna mikið í ansi margt frá öllu tímabilinu og þar af leiðandi er gott að menn uppskeri líka bara eftir mikla vinnu og nú taka menn sér tveggja daga frí og gera sig klára í næsta deildarleik.”
Mjólkurbikar karla Stjarnan Þór Akureyri Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira