Santos er líklega þekktastur fyrir störf sín sem þjálfari portúgalska landsliðsins, sem hann stýrði frá 2014 til 2022. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari árið 2016 eftir sigur gegn Frökkum í úrslitum.
🚨🚨| 𝐎𝐅𝐅𝐈𝐂𝐈𝐀𝐋: Fernando Santos (69) is the new head coach of Azerbaijan's national team.
— CentreGoals. (@centregoals) June 12, 2024
A new chapter for the coach... 🇦🇿👨🏫 pic.twitter.com/6olbWVH2FT
Santos er þó enginn nýgræðingur í þjálfarabransanum, en hans fyrsta starf sem aðalþjálfari var árið 1988 þegar hann tók við portúgalska liðinu Estoril, þar sem hann hafði spilað sem leikmaður í sjö ár áður en hann lagði skóna á hilluna.
Síðan þá hefur hann komið víða við og hefur hann meðal annars starfað sem þjálfari stórliðanna þriggja í Portúgal, Porto, Sporting og Benfica. Hann hefur þó að mestu stýrt landsliðum frá árinu 2010 þegar hann tók við gríska landsliðinu áður en hann tók við því portúgalska árið 2014.
Hann tók svo við pólska landsliðinu á síðasta ári, en var rekinn eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins sex leikjum. Svipaða sögu er að segja af hans síðasta starfi þegar hann var ráðinn til starfa hjá tyrkneska liðinu Besiktas í janúar á þessu ári, en hann var svo rekinn strax í apríl.