Gamall handritsbútur reyndist úr guðspjalli um æsku Krists Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 22:01 Á þessari mynd er Jesús sýndur aðeins eldri en í Bernskuguðspjalli Tómasar þar sem hann er fimm til tólf ára gamall. Getty Fræðimenn við Humboldt-háskólann í Berlín hafa uppgötvað að gamall handritsbútur, sem hefur legið ósnertur á bókasafni í Þýskalandi um áratugaskeið, er úr svokölluðu Bernskuguðspjalli Tómasar. Um er að ræða elstu útgáfu af guðspjallinu sem vitað er um. Talið er að búturinn sé frá fjórðu eða fimmtu öld eftir Krist, og að sjálft guðspjallið hafi verið skrifað á annarri öld. Bernskuguðspjall Tómasar fjallar um æsku Jesú Krists, nánar tiltekið frá því að hann var fimm ára til tólf ára. Það er ekki hluti af Biblíunni og flokkast með Apókrýfum ritum. Birtingarmynd Krists er heldur óhefðbundin í verkinu þar sem hann er sýndur sem prakkari sem er að læra á þann ótrúlega mátt sem hann fékk frá Guði. Til að mynda drepur þessi ungi Jesú tvo aðra drengi, lífgar upp á dauðan fisk, og býr til lifandi fugla úr leir. En jafnframt tekur hann til baka gjörðir sínar, og er talið að endurlífgun á drengjunum felist í því. Handritið sem nú er til umfjöllunar er papírusbútur sem er ellefu og fimm sentímetrar á lengd og breidd. Á honum er einungis að finna þrettán línur, með tíu letrum í línu, skrifaðar á grísku. Í tilkynningu frá Humboldt-háskólanum segir að uppgötvun fræðimannanna leiði í ljós að líklega hafi Guðspjall Tómasar í fyrstu verið skrifað á grísku. Fyrir uppgötvunina var talið að búturinn væri úr persónulegu bréfi eða innkaupalista. Þegar fræðimennirnir hafi tekið eftir því orðið „Jesús“ kæmi fyrir í textanum hafi þeir farið að bera það saman við kristna texta og í ljós komið að um væri að ræða texta úr Bernskuguðspjalli Tómasar. Fræðimennina grunar nú að um sé að ræða ritunaræfingu úr skóla eða klaustri. Það er vegna þess að rithátturinn þykir klaufalegur með mislangt bil á milli letra. Trúmál Bókmenntir Fornminjar Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Talið er að búturinn sé frá fjórðu eða fimmtu öld eftir Krist, og að sjálft guðspjallið hafi verið skrifað á annarri öld. Bernskuguðspjall Tómasar fjallar um æsku Jesú Krists, nánar tiltekið frá því að hann var fimm ára til tólf ára. Það er ekki hluti af Biblíunni og flokkast með Apókrýfum ritum. Birtingarmynd Krists er heldur óhefðbundin í verkinu þar sem hann er sýndur sem prakkari sem er að læra á þann ótrúlega mátt sem hann fékk frá Guði. Til að mynda drepur þessi ungi Jesú tvo aðra drengi, lífgar upp á dauðan fisk, og býr til lifandi fugla úr leir. En jafnframt tekur hann til baka gjörðir sínar, og er talið að endurlífgun á drengjunum felist í því. Handritið sem nú er til umfjöllunar er papírusbútur sem er ellefu og fimm sentímetrar á lengd og breidd. Á honum er einungis að finna þrettán línur, með tíu letrum í línu, skrifaðar á grísku. Í tilkynningu frá Humboldt-háskólanum segir að uppgötvun fræðimannanna leiði í ljós að líklega hafi Guðspjall Tómasar í fyrstu verið skrifað á grísku. Fyrir uppgötvunina var talið að búturinn væri úr persónulegu bréfi eða innkaupalista. Þegar fræðimennirnir hafi tekið eftir því orðið „Jesús“ kæmi fyrir í textanum hafi þeir farið að bera það saman við kristna texta og í ljós komið að um væri að ræða texta úr Bernskuguðspjalli Tómasar. Fræðimennina grunar nú að um sé að ræða ritunaræfingu úr skóla eða klaustri. Það er vegna þess að rithátturinn þykir klaufalegur með mislangt bil á milli letra.
Trúmál Bókmenntir Fornminjar Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira