Forsendur ríkisstjórnarinnar hafi verið slegnar af borðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 09:08 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áherslumál ríkisstjórnarinnar vera þau sem Miðflokkurinn hafi áður lagt áherslu á. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir endurnýjaða ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa lagt áherslu á mál sem Miðflokkurinn hafi verið búinn að hamast á þar á undan. Ríkistjórnin sé síðan ekki búin að gera neitt í þessum málum. „Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
„Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira