Tuttugu ár síðan allt stefndi í að „ómennskur“ Rooney yrði hetja Englands Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 10:01 Rooney fagnar einu marka sinna á EM 2004. Hann átti síðar meir eftir að verða markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins, um stund allavega. Shaun Botterill/Getty Images Fyrir tuttugu árum síðan trúði nær allt England – allavega þau þeirra sem horfa á fótbolta - að loks myndi þjóðin vinna EM sem þá fór fram í Portúgal. Svo meiddist undrabarnið Wayne Rooney og vonir Englands hurfu út um gluggann. Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur í Þýskalandi. Enn og aftur er enska þjóðin þeirrar skoðunar að landslið þeirra standi öðrum framar. Liðið fór alla leið í úrslit á síðasta EM en mátti þola tap í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Í stað þess að rifja þær slæmu minningar upp þá ákvað The Athletic að spóla örlítið lengra aftur í tímann eða til ársins 2004. "He was a raging bull.""His movement, his speed… he was not human."At Euro 2004, an 18-year-old Wayne Rooney was raw, volatile and prodigiously talented.Opponents were bullied, team-mates were open-mouthed.@stujames75 speaks to those who were there ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 10, 2024 Þá var hin svokallaða gullkynslóð Englands upp á sitt besta sem og hinn 18 ára gamli Wayne Rooney gjörsamlega tryllti lýðinn. Þegar mótið hófst horfði enska þjóðin til leikmanna á borð við David Beckham, Paul Scholes, Steven Gerrard, Frank Lampard, John Terry, Sol Campbell, Ashley Cole og Michael Owen. Enginn þeirra komst þó með tærnar þar sem Rooney hafði hælana í Portúgal. David Beckham, Wayne Rooney og Paul Scholes.Michael Mayhew/Getty Images Á endanum skoraði Rooney fjögur mörk í rétt rúmum þremur leikjum en frammistöður hans verða ekki mældar í mörkum. „Ég man ekki eftir neinum sem hafði slík áhrif á stórmóti fyrir utan Pele á HM árið 1958. Hann var hinn fullkomni fótboltamaður,“ sagði Sven-Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands á mótinu í Portúgal. „Hroki að því leytinu til að honum var alveg sama hver þú varst. Hann var að spila á hæsta getustigi fótboltans en lét eins og þetta væri æfing með unglingaliði Everton. Hann hljóp, hann hljóp fólk niður og gerði það sem honum sýndist,“ sagði Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þáverandi landsliðsmaður Englands, um Rooney á EM 2004. 🏴 When teenager Wayne Rooney dazzled at EURO 2004 🤩👀 Which youngster are you backing to shine for the Three Lions this time?@England | @WayneRooney | #EURO2020 pic.twitter.com/bNTbCxQjkF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 13, 2021 Lætin byrjuðu gegn Frakklandi en í aðdraganda leiksins sagði Lilian Thuram, einn albesti varnarmaður heims á þeim tíma, að Frakkarnir hefðu meiri áhyggjur af Owen heldur en Rooney. Hann hefði betur sleppt því. Rooney ákvað þá og þegar að sýna Thuram hvar Davíð keypti ölið. Það var í síðari hálfleik þegar Rooney átti tvær slæmar snertingar á boltann í röð og Thuram ákvað að reyna vinna boltann af þessum unga Englending. Rooney vissi af Thuram og smellti hægri hendinni út, hendi sem var töluvert sterkbyggðari en hjá hinum hefðbundna 18 ára gutta. „Ég fór beint í kjálkann á honum og sneri mér svo við til að segja: Nú veistu hver ég er,“ sagði Rooney meðal annars um leikinn gegn Frakklandi. Hann lét ekki staðar numið þar. Tíu mínútum síðar sendi Beckham boltann út á vinstri kant þar sem Rooney var staðsettur, hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Thuram og óð inn á vítateig þar sem Mikael Silvestre straujaði hann niður og vítaspyrna var dæmd. Rooney fellur til jarðar gegn Frakklandi.Ross Kinnaird/Getty Images Rooney var einn síns liðs að valda franska liðinu gríðarlegum vandræðum. Þannig var það út mótið eða þangað til hann meiddist gegn Portúgal. Þar meiddist hann á rist og gat ekki klárað leikinn. Portúgal sló England út en pressan á heimavelli var of mikil þar sem Grikkland vann Portúgal, í annað sinn á mótinu, og stóð uppi sem Evrópumeistari. Hefði England farið alla leið með heilan Rooney innanborðs? Það fáum við aldrei að vita. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Evrópumót karla í knattspyrnu hefst á föstudaginn kemur í Þýskalandi. Enn og aftur er enska þjóðin þeirrar skoðunar að landslið þeirra standi öðrum framar. Liðið fór alla leið í úrslit á síðasta EM en mátti þola tap í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Í stað þess að rifja þær slæmu minningar upp þá ákvað The Athletic að spóla örlítið lengra aftur í tímann eða til ársins 2004. "He was a raging bull.""His movement, his speed… he was not human."At Euro 2004, an 18-year-old Wayne Rooney was raw, volatile and prodigiously talented.Opponents were bullied, team-mates were open-mouthed.@stujames75 speaks to those who were there ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 10, 2024 Þá var hin svokallaða gullkynslóð Englands upp á sitt besta sem og hinn 18 ára gamli Wayne Rooney gjörsamlega tryllti lýðinn. Þegar mótið hófst horfði enska þjóðin til leikmanna á borð við David Beckham, Paul Scholes, Steven Gerrard, Frank Lampard, John Terry, Sol Campbell, Ashley Cole og Michael Owen. Enginn þeirra komst þó með tærnar þar sem Rooney hafði hælana í Portúgal. David Beckham, Wayne Rooney og Paul Scholes.Michael Mayhew/Getty Images Á endanum skoraði Rooney fjögur mörk í rétt rúmum þremur leikjum en frammistöður hans verða ekki mældar í mörkum. „Ég man ekki eftir neinum sem hafði slík áhrif á stórmóti fyrir utan Pele á HM árið 1958. Hann var hinn fullkomni fótboltamaður,“ sagði Sven-Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands á mótinu í Portúgal. „Hroki að því leytinu til að honum var alveg sama hver þú varst. Hann var að spila á hæsta getustigi fótboltans en lét eins og þetta væri æfing með unglingaliði Everton. Hann hljóp, hann hljóp fólk niður og gerði það sem honum sýndist,“ sagði Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og þáverandi landsliðsmaður Englands, um Rooney á EM 2004. 🏴 When teenager Wayne Rooney dazzled at EURO 2004 🤩👀 Which youngster are you backing to shine for the Three Lions this time?@England | @WayneRooney | #EURO2020 pic.twitter.com/bNTbCxQjkF— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 13, 2021 Lætin byrjuðu gegn Frakklandi en í aðdraganda leiksins sagði Lilian Thuram, einn albesti varnarmaður heims á þeim tíma, að Frakkarnir hefðu meiri áhyggjur af Owen heldur en Rooney. Hann hefði betur sleppt því. Rooney ákvað þá og þegar að sýna Thuram hvar Davíð keypti ölið. Það var í síðari hálfleik þegar Rooney átti tvær slæmar snertingar á boltann í röð og Thuram ákvað að reyna vinna boltann af þessum unga Englending. Rooney vissi af Thuram og smellti hægri hendinni út, hendi sem var töluvert sterkbyggðari en hjá hinum hefðbundna 18 ára gutta. „Ég fór beint í kjálkann á honum og sneri mér svo við til að segja: Nú veistu hver ég er,“ sagði Rooney meðal annars um leikinn gegn Frakklandi. Hann lét ekki staðar numið þar. Tíu mínútum síðar sendi Beckham boltann út á vinstri kant þar sem Rooney var staðsettur, hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Thuram og óð inn á vítateig þar sem Mikael Silvestre straujaði hann niður og vítaspyrna var dæmd. Rooney fellur til jarðar gegn Frakklandi.Ross Kinnaird/Getty Images Rooney var einn síns liðs að valda franska liðinu gríðarlegum vandræðum. Þannig var það út mótið eða þangað til hann meiddist gegn Portúgal. Þar meiddist hann á rist og gat ekki klárað leikinn. Portúgal sló England út en pressan á heimavelli var of mikil þar sem Grikkland vann Portúgal, í annað sinn á mótinu, og stóð uppi sem Evrópumeistari. Hefði England farið alla leið með heilan Rooney innanborðs? Það fáum við aldrei að vita.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira