Mæta fullir einbeitingar til leiks: „Tilvalið að eyðileggja annað partý“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júní 2024 07:00 Jóhann Berg Guðmundsson er fullur einbeitingar fyrir leik kvöldsins. Vísir/Stöð 2 Sport Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að liðið mæti fullt einbeitingar til leiks þegar Ísland sækir Holland heim í vináttulandsleik í kvöld. Íslenska liðið vann frækinn 0-1 sigur gegn Englendingum síðastliðinn föstudag í síðasta leik enska liðsins fyrir EM, en Jóhann segir að íslensku strákarnir hafi verið fljótir að koma sér niður á jörðina eftir þann sigur. „Auðvitað frábær leikur á föstudaginn, en svo þarf bara að einbeita sér strax að næsta leik sem er á morgun [í dag]. Annar erfiður leikur og líka stutt á milli leikja, sem er erfitt,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingasvæðinu í Hollandi í gær. „Við erum bara búnir að vera að koma okkur í gang í dag og í gær og vonandi getum við bara gert svipað og á föstudaginn.“ Sigurinn gefi liðinu mikið sjálfstraust Hann segir eðlilegt að liðið mæti með mikið sjálfstraust í leik dagsins eftir sigurinn gegn Englendingum. „Algjörlega. Ef þú færð ekki sjálfstraust úr svona leikjum þá held ég að það sé erfitt að næla sér í eitthvað sjálfstraust.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leikinn gegn Hollendingum „Auðvitað gerum við það og reynum svo bara að halda áfram okkar plani og því sem við erum að reyna að byggja á eins og ég hef verið að tala um í undanförnum viðtölum. Þetta er byrjunin á einhverju tímabili hjá okkur og fyrsti leikurinn var frábær. Svo er það bara að ná í aðra eins frammistöðu í leiknum gegn Hollendingum.“ Hann segir þó að leikmenn liðsins séu ekkert að missa sig í gleðinni þrátt fyrir sigurinn gegn Englendingum. „Eins og ég sagði þá eru þetta æfingaleikir og við megum ekki fara of hátt upp í leikjum eins og þessum. Svo er líka stutt á milli leikja eins og ég segi þannig það þarf að passa sig hversu hátt maður fer í þessu öllu saman.“ „Þetta verður auðvitað gríðarlega erfiður leikur. Fullur völlur hér og þeir að kveðja Hollendingana sem eru að fara á EM. Þannig að það væri bara tilvalið að eyðileggja annað partý,“ sagði Jóhann sposkur að lokum. Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Íslenska liðið vann frækinn 0-1 sigur gegn Englendingum síðastliðinn föstudag í síðasta leik enska liðsins fyrir EM, en Jóhann segir að íslensku strákarnir hafi verið fljótir að koma sér niður á jörðina eftir þann sigur. „Auðvitað frábær leikur á föstudaginn, en svo þarf bara að einbeita sér strax að næsta leik sem er á morgun [í dag]. Annar erfiður leikur og líka stutt á milli leikja, sem er erfitt,“ sagði Jóhann Berg í samtali við Val Pál Eiríksson á æfingasvæðinu í Hollandi í gær. „Við erum bara búnir að vera að koma okkur í gang í dag og í gær og vonandi getum við bara gert svipað og á föstudaginn.“ Sigurinn gefi liðinu mikið sjálfstraust Hann segir eðlilegt að liðið mæti með mikið sjálfstraust í leik dagsins eftir sigurinn gegn Englendingum. „Algjörlega. Ef þú færð ekki sjálfstraust úr svona leikjum þá held ég að það sé erfitt að næla sér í eitthvað sjálfstraust.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leikinn gegn Hollendingum „Auðvitað gerum við það og reynum svo bara að halda áfram okkar plani og því sem við erum að reyna að byggja á eins og ég hef verið að tala um í undanförnum viðtölum. Þetta er byrjunin á einhverju tímabili hjá okkur og fyrsti leikurinn var frábær. Svo er það bara að ná í aðra eins frammistöðu í leiknum gegn Hollendingum.“ Hann segir þó að leikmenn liðsins séu ekkert að missa sig í gleðinni þrátt fyrir sigurinn gegn Englendingum. „Eins og ég sagði þá eru þetta æfingaleikir og við megum ekki fara of hátt upp í leikjum eins og þessum. Svo er líka stutt á milli leikja eins og ég segi þannig það þarf að passa sig hversu hátt maður fer í þessu öllu saman.“ „Þetta verður auðvitað gríðarlega erfiður leikur. Fullur völlur hér og þeir að kveðja Hollendingana sem eru að fara á EM. Þannig að það væri bara tilvalið að eyðileggja annað partý,“ sagði Jóhann sposkur að lokum. Ísland og Holland mætast klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira