Brighton vill fá þjálfara sem er yngri en nokkrir leikmenn liðsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2024 23:01 Fabian Hürzeler stýrði St. Pauli upp í efstu deild í Þýskalandi í fyrsta sinn í 13 ár. Selim Sudheimer/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion er í viðræðum við Fabian Hürzeler um að taka við sem þjálfari liðsins. Hürzeler er þjálfari þýska félagsins St. Pauli og undir hans stjórn tryggði liðið sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Það sem vekur kannski mesta athygli við Hürzeler er að hann er fæddur árið 1993 og því aðein 31 árs gamall. Brighton er í stjóraleit eftir að Roberto de Zerbi yfirgaf félagið að loknu síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Félögin tvö, Brighton og St. Pauli, hafa þegar hafið viðræður um Hürzeler og enska félagið hefur nú þegar tryggt atvinnuleyfi fyrir þjálfarann. Samkomulag milli félaganna er þó ekki í höfn. 🚨 Brighton & Hove Albion successfully granted work permit for Fabian Hurzeler to become new head coach. #BHAFC in talks with St Pauli to find agreement. 31yo American edging towards becoming youngest permanent boss in Premier League history @TheAthleticFC https://t.co/5Wljyjt4lM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 8, 2024 Þjóðverjinn Hürzeler, sem er þó fæddur í Bandaríkjunum, stýrði St. Pauli til sigurs í þýsku B-deildinni og kom liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í 13 ár. Taki hann við Brighton verður hann yngsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar frá því að hún var stofnuð árið 1992, ári áður en Hürzeler fæddist. Þá má einnig geta þess að Hürzeler er enn töluvert yngri en nokkrir af leikmönnum Brighton. Þar á meðal eru Lewis Dunk og Danny Welbeck sem eru 32 og 33 ára og James Milner sem er orðinn 38 ára gamall. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira
Hürzeler er þjálfari þýska félagsins St. Pauli og undir hans stjórn tryggði liðið sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í vor. Það sem vekur kannski mesta athygli við Hürzeler er að hann er fæddur árið 1993 og því aðein 31 árs gamall. Brighton er í stjóraleit eftir að Roberto de Zerbi yfirgaf félagið að loknu síðasta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Félögin tvö, Brighton og St. Pauli, hafa þegar hafið viðræður um Hürzeler og enska félagið hefur nú þegar tryggt atvinnuleyfi fyrir þjálfarann. Samkomulag milli félaganna er þó ekki í höfn. 🚨 Brighton & Hove Albion successfully granted work permit for Fabian Hurzeler to become new head coach. #BHAFC in talks with St Pauli to find agreement. 31yo American edging towards becoming youngest permanent boss in Premier League history @TheAthleticFC https://t.co/5Wljyjt4lM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 8, 2024 Þjóðverjinn Hürzeler, sem er þó fæddur í Bandaríkjunum, stýrði St. Pauli til sigurs í þýsku B-deildinni og kom liðinu upp í efstu deild í fyrsta sinn í 13 ár. Taki hann við Brighton verður hann yngsti þjálfari ensku úrvalsdeildarinnar frá því að hún var stofnuð árið 1992, ári áður en Hürzeler fæddist. Þá má einnig geta þess að Hürzeler er enn töluvert yngri en nokkrir af leikmönnum Brighton. Þar á meðal eru Lewis Dunk og Danny Welbeck sem eru 32 og 33 ára og James Milner sem er orðinn 38 ára gamall.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Sjá meira