„Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 22:17 Gareth Southgate hefur án efa látið sína menn heyra það eftir leik. Eddie Keogh/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. „Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira
„Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Sjá meira