„Frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 21:38 Jóhann Berg Guðmundsson í góðra manna hópi í leik kvöldsins. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson var léttur í bragði eftir sigur 1-0 Íslands gegn Englandi á Wembley í kvöld. Hann segir svona frammistöðu geta skilað Íslandi aftur á stórmót. „Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
„Frábær frammistaða hjá okkur, nákvæmlega það sem við vildum. Vissum auðvitað að þeir yrðu mikið með boltann, með frábæra leikmenn en við erum að byggja eitthvað hérna. Gríðarlega svekkjandi [að hafa ekki komist á EM] en með svona frammistöðu erum við að fara ennþá nær því að komast á stórmót. Frábær byrjun að koma á Wembley og vinna,“ sagði Jóhann eftir leik í samtali við Val Pál Eiríksson. Leikur kvöldsins var auðvitað bara æfingaleikur en engu að síður geta svona úrslit og frammistöður fleytt liðinu langt. „Við gleymum því ekki að þetta er æfingaleikur. Við þurfum að taka þessa frammistöðu inn í keppnisleikina. Við sýndum það í dag að við getum spilað frábæran fótbolta og varist gríðarlega vel líka. Það er nákvæmlega það sem við þurfum að gera.“ Þetta eru tveir leikir sem Jóhann hefur spilað við England á sínum ferli. Hann hefur unnið þá báða en bjóst alls ekki við því. „Nei alls ekki. Algjörlega frábært. Draumur okkar allra að spila á móti Englandi á velli eins og Wembley. Að koma hingað og vinna er auðvitað mjög sætt. Tveir leikir og tveir sigrar á móti þeim, það er ekki svo slæmt.“ Jóhann hefur leikið á Englandi mest allan sinn ferill og kallar landið sitt annað heimili. Strax eftir leik fóru skilaboð að berast frá fyrrum liðsfélögum hans í Burnley. „Það er auðvitað byrjað og þeir samgleðjast mér mikið. Mikið af ensku fólki sem sendi mér skilaboð. Það er frábært að koma hingað á mitt annað heimili og skemma partýið.“ Klippa: Jóhann Berg eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt við Jóhann má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira