Jón Dagur: „Já þetta bara gerðist?“ Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:26 Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins á 12. mínútu Richard Pelham/Getty Images Jón Dagur Þorsteinsson var hetja Íslendinga á Wembley í kvöld en hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands á Englandi. Flesta leikmenn dreymir um að upplifa tilfinninguna að skora á þessum sögufræga velli og nú er Jón Dagur búinn að krossa það af draumalistanum. „Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira
„Tilfinniningin er virkilega góð og það að vinna leikinn líka gerir þetta extra gott. Þetta var geggjað“, sagði Jón Dagur þegar Valur Páll Eiríksson fréttamaður spurði hann út í tilfinninguna. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. En hvað fór í gegnum hausinn á Jóni þegar hann sá boltann í netinu? „Já þetta bara gerðist? Þannig að ég var bara í smá áfalli bara“, sagði hann og var svo spurður hvort hann væri búinn að átta sig á þessu. „Nei. Örugglega ekki almennilega. Þetta var geggjað og frammistaða sem við vorum búnir að bíða eftir. Góð 90 mínútna frammistaða og við verðum að byggja ofan á þetta.“ Hversu stórt er það að vinna England á Wembley og hvað getur liðið tekið út úr þessum leik? „Það er risastórt. Það eru örugglega ekki margir fleiri erfiðir útivellir en þetta. Það var gott hvað við vorum að halda mikið í boltann og það komu augnablik þar sem við náðum að halda boltanum og það gaf okkur sjálfstraust. Svo varnarlega þá fannst mér þeir ekki ná að skapa sér nokkurn skapaðan hlut. Hákon var svo virkilega flottur, vaktaði boxið vel eins og varnarmennirnir okkar. Þetta var bara virkilega flott frammistaða varnarlega og sóknarlega. Við fengum fullt af færum, ég komst einn í gegn og renn. Við fengum fullt af sénsum og það var jákvætt hvað við vorum góðir á boltann.“ Íslenska liðinu virðist líða vel inn á vellinum. „Já við erum búnir að vera fínir í síðustu gluggum en okkur hefur vantað 90 mínútna frammistöður. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að byggja ofan á og búast við þessu af sjálfum okkur. Við verðum að verjast eins og menn í 90 mínútur og þá vitum við að við getum alltaf skapað færi.“ Klippa: Markaskorarinn Jón Dagur eftir sigurinn gegn Englandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00 Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Fleiri fréttir Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Sjá meira
Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. 7. júní 2024 21:00