Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2024 11:16 Hjúkrunarfræðingar segja segja áfengi einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. Í tilkynningu frá félaginu segir að áskorunin komi í ljósi „óheillaþróunar á sölu áfengis“. „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Neysla hennar hefur skaðleg áhrif á heilsu og ekki eru nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun hennar,“ segir í tilkynningunni. Áfengi sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum, hafi áhrif á myndun ýmissa tegunda krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfalls. Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi hafi í för með sér aukna notkun þess, sem leiði til aukinna heilbrigðis- og félagslegra vandamála, „með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir samfélagið“. Þá er vísað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, þar sem segir að stuðlað verði að heilbrigðu samfélagi og það séu sameiginlegir hagsmunir að lögð sé áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Að auki er vísað í lýðheilsustefnu Alþingis til árs 2030, þar sem stefnt er að því að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Spá afturför í baráttu fyrir bættri lýðheilsu „Núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma verslana ÁTVR og fá það sent heim til sín á skömmum tíma er veruleg aukning á aðgengi fólks að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi er ekki í samræmi við stjórnarsáttmála né lýðheilsusjónarmið þau sem sett hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Hjúkrunarfræðingar starfi á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og séu viðamestu hlutverk þeirra heilsuvernd, heilsuefling og forvarnir. „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar. Ef núverandi fyrirkomulag heldur áfram án aðgerða eða verður lögfest, þá munum við sjá gríðarlega afturför í baráttunni fyrir bættri lýðheilsu.“ „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar því á Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030, ríkisstjórnina að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að áskorunin komi í ljósi „óheillaþróunar á sölu áfengis“. „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Neysla hennar hefur skaðleg áhrif á heilsu og ekki eru nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun hennar,“ segir í tilkynningunni. Áfengi sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum, hafi áhrif á myndun ýmissa tegunda krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfalls. Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi hafi í för með sér aukna notkun þess, sem leiði til aukinna heilbrigðis- og félagslegra vandamála, „með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir samfélagið“. Þá er vísað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, þar sem segir að stuðlað verði að heilbrigðu samfélagi og það séu sameiginlegir hagsmunir að lögð sé áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Að auki er vísað í lýðheilsustefnu Alþingis til árs 2030, þar sem stefnt er að því að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Spá afturför í baráttu fyrir bættri lýðheilsu „Núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma verslana ÁTVR og fá það sent heim til sín á skömmum tíma er veruleg aukning á aðgengi fólks að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi er ekki í samræmi við stjórnarsáttmála né lýðheilsusjónarmið þau sem sett hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Hjúkrunarfræðingar starfi á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og séu viðamestu hlutverk þeirra heilsuvernd, heilsuefling og forvarnir. „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar. Ef núverandi fyrirkomulag heldur áfram án aðgerða eða verður lögfest, þá munum við sjá gríðarlega afturför í baráttunni fyrir bættri lýðheilsu.“ „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar því á Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030, ríkisstjórnina að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira