Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 07:01 Stuðningsmenn Englands eru ósvífnir og ganga oft ansi nærri andstæðingum sínum. Lögreglan í Þýskalandi mun hins vegar ekki lýða nasistahyllingar. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. Stuðningsmenn Englands heyrðust syngja lag um „10 þýska sprenjuvarga“ í vináttuleik gegn Bosníu á dögunum. Lagið er sungið í takt við stefið í 10 Green Bottles og texta þess breytt. And the RAF from England… 🏴 pic.twitter.com/FkuXLqw7EK— England Football Fans (@EnglidsAway) June 3, 2024 Fyrsti leikur Englands á EM verður gegn Serbíu í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Lögreglustjórinn þar sagði í samtali við Telegraph: „Vinsamlegast bara ekki vera fávitar. Ef þeir syngja svona lög get ég svosem ekkert gert í því. Það er ekki ólöglegt. Ég veit að það er langvarandi íþróttarígur milli Þýskalands og Englands en ég vil minna á að hann nær nú einungis yfir íþróttir. Við höfum verið í hernaðarbandalagi í meira en sjö áratugi.“ Þá varaði hann stuðningsmenn sérstaklega við nasistakveðjunni þegar hönd er sett á loft og Hitler hylltur. „Það er algjörlega ólýðandi og óþolandi. Við munum segja þeim að það er með öllu ólöglegt í Þýskalandi.“ Þýska lögreglan mun því handtaka alla sem hylla nasista, enska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis sagt að allir sem syngi lagið um 10 þýska sprengjuvarga verði bannaðir frá leikjum liðsins. Þær reglur setti sambandið eftir að lagið var ítrekað sungið í vináttuleik þjóðanna árið 2017. Ekki er þó vitað til þess að því hafi verið framfylgt síðan og enginn af stuðningsmönnum í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur verið bannaður enn. EM 2024 í Þýskalandi England Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Stuðningsmenn Englands heyrðust syngja lag um „10 þýska sprenjuvarga“ í vináttuleik gegn Bosníu á dögunum. Lagið er sungið í takt við stefið í 10 Green Bottles og texta þess breytt. And the RAF from England… 🏴 pic.twitter.com/FkuXLqw7EK— England Football Fans (@EnglidsAway) June 3, 2024 Fyrsti leikur Englands á EM verður gegn Serbíu í Gelsenkirchen í Þýskalandi. Lögreglustjórinn þar sagði í samtali við Telegraph: „Vinsamlegast bara ekki vera fávitar. Ef þeir syngja svona lög get ég svosem ekkert gert í því. Það er ekki ólöglegt. Ég veit að það er langvarandi íþróttarígur milli Þýskalands og Englands en ég vil minna á að hann nær nú einungis yfir íþróttir. Við höfum verið í hernaðarbandalagi í meira en sjö áratugi.“ Þá varaði hann stuðningsmenn sérstaklega við nasistakveðjunni þegar hönd er sett á loft og Hitler hylltur. „Það er algjörlega ólýðandi og óþolandi. Við munum segja þeim að það er með öllu ólöglegt í Þýskalandi.“ Þýska lögreglan mun því handtaka alla sem hylla nasista, enska knattspyrnusambandið hefur sömuleiðis sagt að allir sem syngi lagið um 10 þýska sprengjuvarga verði bannaðir frá leikjum liðsins. Þær reglur setti sambandið eftir að lagið var ítrekað sungið í vináttuleik þjóðanna árið 2017. Ekki er þó vitað til þess að því hafi verið framfylgt síðan og enginn af stuðningsmönnum í myndskeiðinu hér fyrir ofan hefur verið bannaður enn.
EM 2024 í Þýskalandi England Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira