Grasið vel sprottið og heyskapur hafinn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júní 2024 20:40 Sláttur á Þorvaldseyri í dag. Páll Ólafsson á traktornum. Einar Árnason Heyskapur hófst undir Eyjafjöllum í dag. Bændur á Þorvaldseyri segjast finna til með starfssystkinum sínum norðan heiða. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá slætti á Þorvaldseyri. Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Ólafsson ætluðu reyndar bara að slá smáblett í dag, svona rétt til þess að prufukeyra vélarnar, en hefja svo heyskapinn að fullu á morgun, föstudag, þegar veður lægir. Það er reyndar ekki óvenjulegt að bændur á Þorvaldseyri hefji slátt í fyrstu viku júnímánaðar. Þetta svæsna kuldakast sem herjað hefur á landsmenn síðustu daga gerir þó kringumstæður sérstakar. En grassprettan sýndist okkur þó góð á túnunum hjá Ólafi Eggertssyni í dag. Ólafur Eggertsson á hlaðinu á Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Já, já, það er alltaf gaman að hefja slátt og ekki síst þegar grasið er orðið svona vel sprottið og tilbúið,” segir Ólafur. „Og þrátt fyrir kuldann og rokið þá hefur þetta tosast upp og verið bara mjög mikil spretta fram undir þetta. Vorið var bara tiltölulega hagstætt fyrir okkur hér. Það er ekki hægt að segja annað. Hérna var aldrei klaki í jörð. Það gerir það að jörðin er ekki köld og þessvegna heldur bara vöxturinn áfram. Og það er jafnt yfir, bæði gras og korn, það lítur allt saman mjög vel út,” segir bóndinn. Grasið er vel sprottið á túnum Þorvaldseyrar.Einar Árnason Það var um þetta leyti í fyrra sem bændur í Eyjafirði hófu heyskap, eftir hlýindavor, talsvert á undan þeim sunnlensku, sem þá glímdu við kulda og vætutíð. Núna hefur gæfan snúist við. Sunnanlands mældist 14 stiga hiti í dag, mest 14,5 gráður á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, meðan aðeins þrjár gráður voru á Akureyri. Þorvaldseyri í dag.Einar Árnason „Þetta er svona, Ísland. Það skiptist svona oft. Við finnum mjög vel fyrir því og finnum til bænda fyrir norðan. Það er erfitt fyrir okkur að sjá það líka að túnin séu kalin og að það þurfi að endurvinna. Það er komið töluvert fram í júní og sumarið er stutt. Þannig að þetta getur orðið bara mjög erfitt með heyöflun, tel ég, á vissum stöðum fyrir norðan,” segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Landbúnaður Rangárþing eystra Veður Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34 Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Veðurgæðunum misskipt hjá lesendum Vísis Snjókoma norðan heiða hefur vakið athygli í ljósi þess að í dag er 5. júní en ekki 5. janúar. Lesendur Vísis hafa sent myndir úr sinni sveit. Segja má að veðurgæðunum sé misskipt. 5. júní 2024 14:34
Ekki ólíklegt að hríðarbylurinn hafi slæm áhrif á varpárangur Ekki er ólíklegt að langvarandi snemmsumarhret hafi áhrif á varpárangur þetta sumarið að mati líffræðings en það mun koma í ljós þegar óveðrið er yfirstaðið 5. júní 2024 12:48
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33
Heppin að fá loksins sól og þurrk þegar grösin eru í hæstu gæðum Heyskapur er hafinn á Suðurlandi. Bændur undir Eyjafjöllum hófu slátt síðastliðinn laugardag. 12. júní 2023 22:32