Uppselt á leik Englands og Íslands á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2024 07:30 Tómur Wembley er töluvert öðruvísi en uppseldur Wembley. EPA-EFE/ANDY RAIN England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 á dögunum en sá leikur fór fram á St. James‘ Park í Newcastle. Þar má segja að Gareth Southgate, þjálfari Englands, hafi stillt upp hálfgerðu B-liði en talið er að nær allar stjörnur liðsins verði með gegn Íslandi. Á sama tíma er talsvert um forföll í íslenska liðinu. Ásamt því að mæta Kyle Walker, Declan Rice, Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka, Harry Kane og öllum hinum þá þurfa strákarnir okkar að glíma við troðfullan Wembley en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun, föstudag. Um er að ræða einn frægasta leikvang sögunnar en gríðarlegar endurbætur voru gerðar á honum fyrr á þessari öld og tekur hann nú 90 þúsund manns í sæti. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór nýverið fram á vellinum en þar vann Real Madríd 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolt.net greindi frá því að alls verði 600 Íslendingar á leiknum og vonandi sitja þau öll saman svo þau geti reynt að láta í sér heyra gegn þeim 89.400 Englendingum sem verða á vellinum. Friday's pre-#EURO2024 fixture against Iceland at @wembleystadium has now sold out.Thank you for your excellent support! 👏 pic.twitter.com/7ZiqFl15LS— England (@England) June 2, 2024 England mætir Íslandi á föstudag, 7. júní, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Sjá meira
England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 á dögunum en sá leikur fór fram á St. James‘ Park í Newcastle. Þar má segja að Gareth Southgate, þjálfari Englands, hafi stillt upp hálfgerðu B-liði en talið er að nær allar stjörnur liðsins verði með gegn Íslandi. Á sama tíma er talsvert um forföll í íslenska liðinu. Ásamt því að mæta Kyle Walker, Declan Rice, Jude Bellingham, Phil Foden, Bukayo Saka, Harry Kane og öllum hinum þá þurfa strákarnir okkar að glíma við troðfullan Wembley en uppselt er á leikinn sem fram fer á morgun, föstudag. Um er að ræða einn frægasta leikvang sögunnar en gríðarlegar endurbætur voru gerðar á honum fyrr á þessari öld og tekur hann nú 90 þúsund manns í sæti. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fór nýverið fram á vellinum en þar vann Real Madríd 2-0 sigur á Borussia Dortmund. Fótbolt.net greindi frá því að alls verði 600 Íslendingar á leiknum og vonandi sitja þau öll saman svo þau geti reynt að láta í sér heyra gegn þeim 89.400 Englendingum sem verða á vellinum. Friday's pre-#EURO2024 fixture against Iceland at @wembleystadium has now sold out.Thank you for your excellent support! 👏 pic.twitter.com/7ZiqFl15LS— England (@England) June 2, 2024 England mætir Íslandi á föstudag, 7. júní, í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.15 og leikurinn hálftíma síðar kl. 18.45.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Í beinni: Kauno Zalgiris - Valur | Koma á siglingu til Litáen Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Sjá meira