Danir lögðu Svía og Haaland skoraði þrjú Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 19:05 Christian Eriksen skoraði sigurmark Dana í kvöld. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Danmörk lagði Svíþjóð 2-1 í vináttulandsleik þjóðanna á Parken í Kaupmannahöfn í kvöld. Þá vann Noregur 3-0 sigur á Kósovó. Danmörk er á leið á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Eru Danir í C-riðli með Englendingum, Slóvenum og Serbum. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Danmörk við Svíþjóð á heimavelli í kvöld og vann 2-1 sigur. Heimamenn byrjuðu frábærlega en miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg, leikmaður Tottenham Hotspur, kom þeim yfir strax á annarri mínútu. Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, hafði tekið hornspyrnu sem var hreinsuð en rataði aftur til Eriksen sem gaf fyrir og Højbjerg var réttur maður á réttum stað. Danir voru þó ekki lengi í paradís en Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar eftir að boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar fyrri hálfleik lauk. 1-1 ved pause.Der har der været mange gode, danske chancer. Og i anden halvleg jagter holdet sejren i Parken. Kom så Danmark 🇩🇰📸 @fbbillederdk #herrelandsholdet pic.twitter.com/a9Qw5Yg8PV— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) June 5, 2024 Danir vildu fá vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn en eftir að dómari leiksins fór í skjáinn og skoðaði atvikið gaumgæfilega ákvað hann að dæma ekkert. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmarkið, Eriksen skoraði þá með frábæru skoti framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Svíþjóðar. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölurnar á Parken. Í Noregi tóku heimamenn á móti Kósovó. Segja má að sá leikur hafi aldrei verið spennandi en Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, skoraði þrennu í 3-0 sigri Noregs. Erling Braut Håland hefur nú skorað 30 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Noreg.EPA-EFE/Fredrik Varfjell Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira
Danmörk er á leið á Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Eru Danir í C-riðli með Englendingum, Slóvenum og Serbum. Til að undirbúa sig fyrir mótið spilaði Danmörk við Svíþjóð á heimavelli í kvöld og vann 2-1 sigur. Heimamenn byrjuðu frábærlega en miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg, leikmaður Tottenham Hotspur, kom þeim yfir strax á annarri mínútu. Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United, hafði tekið hornspyrnu sem var hreinsuð en rataði aftur til Eriksen sem gaf fyrir og Højbjerg var réttur maður á réttum stað. Danir voru þó ekki lengi í paradís en Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, jafnaði metin aðeins sjö mínútum síðar eftir að boltinn féll til hans í teignum. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar fyrri hálfleik lauk. 1-1 ved pause.Der har der været mange gode, danske chancer. Og i anden halvleg jagter holdet sejren i Parken. Kom så Danmark 🇩🇰📸 @fbbillederdk #herrelandsholdet pic.twitter.com/a9Qw5Yg8PV— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) June 5, 2024 Danir vildu fá vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn en eftir að dómari leiksins fór í skjáinn og skoðaði atvikið gaumgæfilega ákvað hann að dæma ekkert. Skömmu síðar kom hins vegar sigurmarkið, Eriksen skoraði þá með frábæru skoti framhjá varnarlausum Robin Olsen í marki Svíþjóðar. Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölurnar á Parken. Í Noregi tóku heimamenn á móti Kósovó. Segja má að sá leikur hafi aldrei verið spennandi en Erling Braut Haaland, framherji Englandsmeistara Manchester City, skoraði þrennu í 3-0 sigri Noregs. Erling Braut Håland hefur nú skorað 30 mörk í 32 A-landsleikjum fyrir Noreg.EPA-EFE/Fredrik Varfjell
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta Sjá meira