Hætta rannsókn banaslyssins í Óshlíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 18:35 Bíllinn valt niður hlíðina og lenti í fjöruborðinu Haukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Ríkissaksóknari hefur staðfest ákvörðun lögreglunnar á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á banaslysi í Óshlíð fyrir rúmlega fimmtíu árum síðan. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson er talinn hafa látist þegar leigubifreið sem hann var í hafnaði utan vegar á Óshlíðarvegi árið 1973. Málið var tekið upp að nýju í maí 2022, en rannsaka átti hvort að andlát hans hafi mögulega borið að með öðrum hætti. RÚV greindi frá því í dag að saksóknari hefði staðfest ákvörðun lögreglunnar. Kristinn Haukur var farþegi í leigubifreið á leið til Bolungavíkur frá dansleik í Hnífsdal, þegar bíllinn valt niður bratta grjótskriðu. Kristinn er talinn hafa kastast úr bílnum og hlotið bana af, en hann endaði í flæðarmálinu. Tveir aðrir voru í bifreiðinni, bílstjórinn og kona, sem bæði sluppu ómeidd. Í frétt dagblaðsins Vísis frá 26. september 1973 segir að ökumaður bílsins hafi verið leigubílstjóri sem hafi verið vanur að keyra Óshlíðina. Við skoðun á bílnum hafi komið í ljós að stýrið hefði farið úr sambandi en óljóst hafi verið hvort það hafi gerst fyrir slysið. Talið er að Kristinn hafi kastast úr bílnum í miðri veltuHaukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí 2022, þegar ábendingar bárust lögreglu um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Fjölskylda Kristinns hafði efasemdir um rannsókn málsins, en þeim þótti bíllinn of heillegur með tilliti til þess að hann hafi átt að hafa oltið um sjötíu metra niður grýtta hlíðina. Lögreglan á Vestfjörðum ákvað svo að hætta rannsókn málsins í október 2022, en niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Fjölskylda Kristins kærði svo niðurstöðu lögreglunnar um að hætta rannsókn til saksónara. Rannsókn engu breytt um fyrri niðurstöðu RÚV greindi svo frá því í dag að ríkissaksóknari hafi staðfest ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn málsins. Í frétt þeirra segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að hin nýju gögn sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka og taka afstöðu til, hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Áður hafi legið fyrir greinargerð frá verkfræðingi. Verkfræðingurinn hafi svo farið yfir það hvort það sem fram kom í greinargerð bifvélavirkjameistarans hefði einhverju breytt um greinargerð sína. Niðurstaðan var sú að greinargerð bifvélavirkjameistarans breytti engu um fyrri niðurstöðu, og féllst ríkissaksóknari á það mat lögreglu. Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum. Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
RÚV greindi frá því í dag að saksóknari hefði staðfest ákvörðun lögreglunnar. Kristinn Haukur var farþegi í leigubifreið á leið til Bolungavíkur frá dansleik í Hnífsdal, þegar bíllinn valt niður bratta grjótskriðu. Kristinn er talinn hafa kastast úr bílnum og hlotið bana af, en hann endaði í flæðarmálinu. Tveir aðrir voru í bifreiðinni, bílstjórinn og kona, sem bæði sluppu ómeidd. Í frétt dagblaðsins Vísis frá 26. september 1973 segir að ökumaður bílsins hafi verið leigubílstjóri sem hafi verið vanur að keyra Óshlíðina. Við skoðun á bílnum hafi komið í ljós að stýrið hefði farið úr sambandi en óljóst hafi verið hvort það hafi gerst fyrir slysið. Talið er að Kristinn hafi kastast úr bílnum í miðri veltuHaukur Sig/Ljósmyndasafn Ísafjarðar Líkamsleifar Kristins voru grafnar upp í maí 2022, þegar ábendingar bárust lögreglu um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Fjölskylda Kristinns hafði efasemdir um rannsókn málsins, en þeim þótti bíllinn of heillegur með tilliti til þess að hann hafi átt að hafa oltið um sjötíu metra niður grýtta hlíðina. Lögreglan á Vestfjörðum ákvað svo að hætta rannsókn málsins í október 2022, en niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að Kristinn hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Fjölskylda Kristins kærði svo niðurstöðu lögreglunnar um að hætta rannsókn til saksónara. Rannsókn engu breytt um fyrri niðurstöðu RÚV greindi svo frá því í dag að ríkissaksóknari hafi staðfest ákvörðun lögreglunnar um að hætta rannsókn málsins. Í frétt þeirra segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, að hin nýju gögn sem lögregla hafi verið beðin um að rannsaka og taka afstöðu til, hafi aðallega verið greinargerð frá bifvélavirkjameistara. Áður hafi legið fyrir greinargerð frá verkfræðingi. Verkfræðingurinn hafi svo farið yfir það hvort það sem fram kom í greinargerð bifvélavirkjameistarans hefði einhverju breytt um greinargerð sína. Niðurstaðan var sú að greinargerð bifvélavirkjameistarans breytti engu um fyrri niðurstöðu, og féllst ríkissaksóknari á það mat lögreglu. Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum.
Óshlíðarvegur er gamall vegur milli Hnífsdals og Bolungarvíkur sem var einn þriggja svokallaðra Ó-vega, en það voru þrír vegir á Íslandi sem þóttu ógreiðfærir og hættulegir. Hinir Ó-vegirnir voru Ólafsvíkurenni á Snæfellsnesi og Ólafsfjarðarmúli á Norðurlandi. Óshlíðarvegur var oft varasamur í hálku, sífelld hætta var a grjóthruni allan ársins hring, og á vetrum gátu fallið þar snjóflóð. Bolungarvíkurgöng leystu svo Óshlíðarveg af hólmi árið 2010, og eru þau almennt kölluð Óshlíðargöng af heimamönnum.
Banaslys á Óshlíðarvegi 1973 Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45 Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. 14. október 2022 17:45
Telst ekki eðlilegt í dag að beðið var í margar vikur með skýrslutökur í Óshlíðarmálinu Réttarlæknir hefur skilað skýrslu um niðurstöður krufningar á líki manns sem fórst í bílveltu í Óshlíð árið 1973. Jarðneskar leifar hans voru grafnar upp af lögreglu í maímánuði eftir að ósk um endurupptöku barst frá fjölskyldu hans. 9. október 2022 14:20
Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. 31. maí 2022 12:00