„Hann þarf greinilega að borga Stúkumönnum til að peppa sig upp“ Íþróttadeild Vísis skrifar 5. júní 2024 20:31 Ísak Snær Þorvaldsson í leiknum gegn HK þar sem hann skoraði og lagði upp mark. vísir/diego Henry Birgir Gunnarsson segir að ummæli Alberts Brynjars Ingasonar í Stúkunni hafi greinilega kveikt í Ísaki Snæ Þorvaldssyni, leikmanni Breiðabliks. Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak í Stúkunni fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Fylki og sagði hann vera í slöku líkamlegu ásigkomulagi. Ísak minnti á sig í Kópavogsslagnum í Kórnum á sunnudaginn og skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-2 sigri Breiðabliks á HK. Hann fagnaði marki sínu með því að skjóta á Albert. „Það eru bara allir að blaðra um að ég sé ekki nógu góður og eitthvað. Það var bara tímaspursmál hvenær myndi kvikna á mér. Það kviknaði á mér í dag,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi eftir leikinn. Hann var svo spurður hvort honum fyndist hann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. „Já og nei. Ég er náttúrlega búinn að vera þungur. Það skiptir ekki máli hvort ég sé þungur eða léttur, ég skora alltaf og ég er bara ánægður.“ Í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, sagði Henry Birgir að Blikar mættu vel við una eftir fyrsta þriðjung tímabilsins og þeir gætu verið sérstaklega ef Ísak væri að nálgast fyrri styrk. „Það hefur verið stígandi í þessu og liðið litið ljómandi vel út. Ísak er farinn að skora og liðið að klára leiki. Hvað eigum við að segja að Ísak sé, 30-40 prósent? Ég myndi halda að hann ætti 50-60 prósent inni,“ sagði Henry Birgir. „Hann þarf greinilega að borga starfsmönnum Stúkunnar pening til að peppa sig upp. Atli, hefur þú fengið freistandi tilboð?“ bætti Henry Birgir við. „Þú ert kannski að opna á nýjan bissness,“ svaraði Atli Viðar léttur. Ísak kom til Breiðabliks á láni frá Rosenborg skömmu fyrir tímabilið. Hann hefur leikið níu leiki í Bestu deildinni og skorað tvö mörk. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Davíð Smára í hástert: „Minnir á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum“ Atli Viðar Björnsson hefur hrifist af framgöngu Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í sumar. 5. júní 2024 12:01 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Stúkan ræðir ólöglegt mark Breiðabliks: „Ívar Orri er ekkert að horfa á þetta“ HK og Breiðablik mættust í Kórnum á sunnudag. Breiðablik fór þar með tveggja marka sigur en mikið hefur verið rætt um hvort fyrra mark þeirra hefði átt að standa þar sem boltinn var á ferð þegar aukaspyrna var tekin. 4. júní 2024 10:01 Sjáðu Blikamörkin í Kórnum, Vestra skella Stjörnunni og markaflóðið í Víkinni Fimmtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 3. júní 2024 09:01 Uppgjör, viðtöl og myndir: HK - Breiðablik 0-2 | Blikar lönduðu þremur stigum í Kórnum Tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn dugði Breiðablik til að landa öllum stigunum í Kópavogsslagnum í 9. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Blikar hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en tvö dugðu í þetta sinn. Blikar halda því í við Víking í topp baráttunni. 2. júní 2024 18:30 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Albert Brynjar Ingason gagnrýndi Ísak í Stúkunni fyrir frammistöðu hans í leiknum gegn Fylki og sagði hann vera í slöku líkamlegu ásigkomulagi. Ísak minnti á sig í Kópavogsslagnum í Kórnum á sunnudaginn og skoraði eitt mark og lagði upp annað í 0-2 sigri Breiðabliks á HK. Hann fagnaði marki sínu með því að skjóta á Albert. „Það eru bara allir að blaðra um að ég sé ekki nógu góður og eitthvað. Það var bara tímaspursmál hvenær myndi kvikna á mér. Það kviknaði á mér í dag,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi eftir leikinn. Hann var svo spurður hvort honum fyndist hann hafa fengið ósanngjarna gagnrýni. „Já og nei. Ég er náttúrlega búinn að vera þungur. Það skiptir ekki máli hvort ég sé þungur eða léttur, ég skora alltaf og ég er bara ánægður.“ Í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, sagði Henry Birgir að Blikar mættu vel við una eftir fyrsta þriðjung tímabilsins og þeir gætu verið sérstaklega ef Ísak væri að nálgast fyrri styrk. „Það hefur verið stígandi í þessu og liðið litið ljómandi vel út. Ísak er farinn að skora og liðið að klára leiki. Hvað eigum við að segja að Ísak sé, 30-40 prósent? Ég myndi halda að hann ætti 50-60 prósent inni,“ sagði Henry Birgir. „Hann þarf greinilega að borga starfsmönnum Stúkunnar pening til að peppa sig upp. Atli, hefur þú fengið freistandi tilboð?“ bætti Henry Birgir við. „Þú ert kannski að opna á nýjan bissness,“ svaraði Atli Viðar léttur. Ísak kom til Breiðabliks á láni frá Rosenborg skömmu fyrir tímabilið. Hann hefur leikið níu leiki í Bestu deildinni og skorað tvö mörk. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Breiðablik Besta sætið Tengdar fréttir Hrósaði Davíð Smára í hástert: „Minnir á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum“ Atli Viðar Björnsson hefur hrifist af framgöngu Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í sumar. 5. júní 2024 12:01 Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01 Stúkan ræðir ólöglegt mark Breiðabliks: „Ívar Orri er ekkert að horfa á þetta“ HK og Breiðablik mættust í Kórnum á sunnudag. Breiðablik fór þar með tveggja marka sigur en mikið hefur verið rætt um hvort fyrra mark þeirra hefði átt að standa þar sem boltinn var á ferð þegar aukaspyrna var tekin. 4. júní 2024 10:01 Sjáðu Blikamörkin í Kórnum, Vestra skella Stjörnunni og markaflóðið í Víkinni Fimmtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 3. júní 2024 09:01 Uppgjör, viðtöl og myndir: HK - Breiðablik 0-2 | Blikar lönduðu þremur stigum í Kórnum Tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn dugði Breiðablik til að landa öllum stigunum í Kópavogsslagnum í 9. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Blikar hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en tvö dugðu í þetta sinn. Blikar halda því í við Víking í topp baráttunni. 2. júní 2024 18:30 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Sjá meira
Hrósaði Davíð Smára í hástert: „Minnir á Arnar Gunnlaugsson í viðtölum“ Atli Viðar Björnsson hefur hrifist af framgöngu Davíðs Smára Lamude, þjálfara Vestra, í sumar. 5. júní 2024 12:01
Besta sætið um KR: „Aumingja Gregg Ryder virðist því miður ekki eiga nein svör“ „Það var meðbyr í byrjun, nýr þjálfari og tveir sigrar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en nánast allt loft er farið úr blöðrunni,“ sagði Ingvi Þór Sæmundsson, þáttastjórnandi Besta sætisins, um lið KR í Bestu deild karla í fótbolta. 4. júní 2024 20:01
Stúkan ræðir ólöglegt mark Breiðabliks: „Ívar Orri er ekkert að horfa á þetta“ HK og Breiðablik mættust í Kórnum á sunnudag. Breiðablik fór þar með tveggja marka sigur en mikið hefur verið rætt um hvort fyrra mark þeirra hefði átt að standa þar sem boltinn var á ferð þegar aukaspyrna var tekin. 4. júní 2024 10:01
Sjáðu Blikamörkin í Kórnum, Vestra skella Stjörnunni og markaflóðið í Víkinni Fimmtán mörk voru skoruð í leikjunum þremur í Bestu deild karla í fótbolta í gær. 3. júní 2024 09:01
Uppgjör, viðtöl og myndir: HK - Breiðablik 0-2 | Blikar lönduðu þremur stigum í Kórnum Tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn dugði Breiðablik til að landa öllum stigunum í Kópavogsslagnum í 9. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Blikar hefðu hæglega getað skorað fleiri mörk en tvö dugðu í þetta sinn. Blikar halda því í við Víking í topp baráttunni. 2. júní 2024 18:30