Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 20:41 Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að Halla hefði borið sigur úr býtum óháð kosningakerfi eða taktískra atkvæða. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Sjá meira