Umdeilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 TikTok-myndbönd úr kosningaherferð Höllu hlaupa á tugþúsundum áhorfa. TikTok Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira