England gekk frá Bosníu-Hersegóvínu í lok leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2024 20:47 Harry Kane kom inn af bekknum og skoraði sitt 63. A-landsliðsmark. Stu Forster/Getty Images England lagði Bosníu-Hersegóvínu 3-0 í vináttulandsleik á St. James' Park í Newcastle. Mörkin komu öll í síðari hálfleik. England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
England er í óðaönn að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi. Þann 7. júní næstkomandi tekur England á móti Íslandi og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrst var hins vegar leikur gegn Bosníu-Hersegóvínu á dagskrá. Má segja að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hafi stillt upp B-liðinu í kvöld þar sem það vantaði flesta af sterkustu póstum liðsins. Let's go, #ThreeLions! 🦁 pic.twitter.com/NZreb4Xuor— England (@England) June 3, 2024 Í byrjunarliðið vantaði til að mynda Kyle Walker, John Stones, Harry Maguire, Declan Rice, Jude Bellingham, Jack Grealish, Phil Foden, Bukayo Saka og Harry Kane. Sást það ef til vill á spilamennskunni en staðan var markalaus þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Eftir slétta klukkustund komust heimamenn yfir þökk sé marki Cole Palmer af vítapunktinum. Vítaspyrna hafði verið dæmd eftir að brotið var á Ezri Konsa innan vítateigs. Bæðu Kane og Grealish komu inn af bekknum skömmu etir markið og áttu stóran þátt í að gulltryggja sigur Englands undir lok leiks. 🥶 pic.twitter.com/6VuSLzrDmf— England (@England) June 3, 2024 Þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma átti Grealish þessa líka fínu sendingu á Trent Alexander-Arnold sem skoraði með góðu skoti innan vítateigs. Trent lék á miðjunni í kvöld en hann er skráður sem miðjumaður í leikmannahópi Englands fyrir EM. Kane gekk svo endanlega frá leiknum ekki löngu síðar þegar boltinn féll til hans eftir að skot Jarrod Bowen fór í varnarmann. Kane réttur maður á réttum stað, eitthvað sem England vonast til að hann verði út sumarið. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á St. James´ Park í Newcastle 3-0 Englandi í vil. Þá gerðu Þýskaland og Úkraínu markalaust jafntefli í Þýskalandi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira