Dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa verið ólöglegur allan sinn landsliðsferil Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2024 07:02 Gott gengi á Afríkumótinu fék FIFA til að endurskoða hvort framherjinn væri yfir höfuð löglegur með landsliði „sínu.“ Visionhaus/Getty Images Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur staðfesti að Emilio Nsue, fyrirliði Miðbaugs-Gíneu, hafi aldrei verið löglegur með liðinu á 11 ára landsliðsferli sínum. Nsue vann til að mynda markahæsti leikmaður Afríkukeppninnar sem fram fór fyrr á þessu ári. Hinn 34 ára gamli Emilio Nsue López hefur komið víða við á sínum ferli en lék lengi vel með Mallarco á Spáni. Þaðan fór hann meðal annars til Middlesbrough og Birmingham City á Englandi áður en hann fór til Kýpur og svo í neðri deildirnar á Spáni þar sem hann er í dag. Á sínum yngri árum spilaði Nsue með yngri landsliðum Spánar þar sem hann var iðinn við kolann. Alls spilaði hann 51 leik fyrir U-16 til U-21 árs landsliðin og skoraði 20 mörk. Árið 2013 spilaði hann svo sinn fyrsta A-landsleik en sá var fyrir Miðbaugs-Gíneu. Síðan þá hefur hann spilað 43 A-landsleiki og skorað í þeim 22 mörk. Í desember sama ár sagði FIFA að Nsue væri ekki löglegur með liði Miðbaugs-Gíneu þar sem hann hefði spilað fjöldann allan af leikjum fyrir yngri landslið Spánar. Hann hélt engu að síðar áfram að spila með landsliðinu. FIFA has ruled that Equatorial Guinea captain Emilio Nsue was never eligible to represent the African nation throughout his 11-year international career.Nsue won the Golden Boot as top goalscorer at the Africa Cup of Nations earlier this year with five goals in four… pic.twitter.com/g9oUH2h1Pu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 3, 2024 Í mars á þessu ári ákvað FIFA að opna málið á ný. Var Miðbaugs-Gíneu og Nsue gefinn sex daga frestur til að útskýra mál sitt en engar útskýringar bárust. Í gær, mánudag, birti FIFA 15 blaðsíðna úrskurð þar sem Miðbaugs-Gíneu hefur verið dæmdur 3-0 ósigur í leikjum gegn Namibíu og Líberíu í undankeppni HM 2026. Leikir sem unnust 1-0 þökk sé mörkum Nsue. Þá hefur FIFA dæmd Nsue í landsleikjabann næstu sex mánuðina sem og FeGuiFut, knattspyrnusamband Miðbaugs-Gíneu, var sektað um 150 þúsund svissneskra franka eða tæplega 23 milljónir íslenskra króna. Alls hefur Nsue skorað 22 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Miðbaugs-Gíneu. Fótbolti FIFA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Emilio Nsue López hefur komið víða við á sínum ferli en lék lengi vel með Mallarco á Spáni. Þaðan fór hann meðal annars til Middlesbrough og Birmingham City á Englandi áður en hann fór til Kýpur og svo í neðri deildirnar á Spáni þar sem hann er í dag. Á sínum yngri árum spilaði Nsue með yngri landsliðum Spánar þar sem hann var iðinn við kolann. Alls spilaði hann 51 leik fyrir U-16 til U-21 árs landsliðin og skoraði 20 mörk. Árið 2013 spilaði hann svo sinn fyrsta A-landsleik en sá var fyrir Miðbaugs-Gíneu. Síðan þá hefur hann spilað 43 A-landsleiki og skorað í þeim 22 mörk. Í desember sama ár sagði FIFA að Nsue væri ekki löglegur með liði Miðbaugs-Gíneu þar sem hann hefði spilað fjöldann allan af leikjum fyrir yngri landslið Spánar. Hann hélt engu að síðar áfram að spila með landsliðinu. FIFA has ruled that Equatorial Guinea captain Emilio Nsue was never eligible to represent the African nation throughout his 11-year international career.Nsue won the Golden Boot as top goalscorer at the Africa Cup of Nations earlier this year with five goals in four… pic.twitter.com/g9oUH2h1Pu— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 3, 2024 Í mars á þessu ári ákvað FIFA að opna málið á ný. Var Miðbaugs-Gíneu og Nsue gefinn sex daga frestur til að útskýra mál sitt en engar útskýringar bárust. Í gær, mánudag, birti FIFA 15 blaðsíðna úrskurð þar sem Miðbaugs-Gíneu hefur verið dæmdur 3-0 ósigur í leikjum gegn Namibíu og Líberíu í undankeppni HM 2026. Leikir sem unnust 1-0 þökk sé mörkum Nsue. Þá hefur FIFA dæmd Nsue í landsleikjabann næstu sex mánuðina sem og FeGuiFut, knattspyrnusamband Miðbaugs-Gíneu, var sektað um 150 þúsund svissneskra franka eða tæplega 23 milljónir íslenskra króna. Alls hefur Nsue skorað 22 mörk í 43 A-landsleikjum fyrir Miðbaugs-Gíneu.
Fótbolti FIFA Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Sjá meira