Sakar ríkisstjórnina um vanfjármögnun lögreglunnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. júní 2024 22:17 Kristrún Frostadóttir segir stöðu löggæslunnar, dómstóla og Landhelgisgæslunnar fara versnandi ár eftir ár Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að löggæsla ríkisins væri farin að líða verulega fyrir stjórnarstefnu forsætisráðherra. Hún vísaði í umsögn félags yfirlögregluþjóna sem segir að um stöðu lögreglunnar megi segja að þar brenni allir endar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin hefði lagt mikla áherslu á styrk lögreglunnar, en hafi glímt við áskoranir eins og styttingu vakta og hækkun launa. Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hóf Kristrún mál sitt á því að saka ríkisstjórnina um óstjórn í efnahagsmálum, sem hún sagði blasa við í heimilisbókhaldinu hjá stórum hluta landsmanna. Svo vék hún að erindi fyrirspurnarinnar, sem var til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um fjármögnun lögreglunnar. „Ár eftir ár horfum við á versnandi stöðu löggæslu, dómstóla og landhelgisgæslunnar. Þetta er staðan eftir tíu ár af fjármála- og dómsmálaráðuneytum Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Kristrún. „Hver er málsvörn hæstvirts forsætisráðherra? Hvernig stendur á því að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar felur ekki í sér neina stefnubreytingu á þessu sviði, heldur þvert á móti fari í frekari niðurskurð og áfram sé aðhaldskrafa á lögregluna?“ Þá vísaði hún í umsögn félags yfirlögregluþjóna við fjármálaáætlunina þar sem fram kemur að fjöldi lögregluþjóna á landinu sé svipaður og árið 1990 fyrir meira en 30 árum síðan, þrátt fyrir um 60 prósent fólksfjölgun og gríðarlega fjölgun ferðamanna. Fjöldi lögreglumanna hér á landi er svipaður og fyrir þrjátíu árum síðan, þrátt fyrir um 60 prósent fólksfjölgunVísir/Vilhelm „Er það meðvituð stefna ríkisstjórnarinnar að það séu færri og færri lögreglumenn á Íslandi miðað við fólksfjölda, og þar með minna sýnileg lögregla, sem getur aðeins sinnt allra erfiðustu og hörðustu málunum? Því þetta er sú stefna sem hefur verið rekin í málinu síðustu 10 ár. Var það viljandi, eða eru það mistök?“ spurði Kristrún. Bjarni tók þá til máls, og svaraði ásökunum Kristrúnar um óstjórn efnahagsmála áður en talið barst að löggæslumálum. Þá sagði hann Íslendinga standa flestum þjóðum framar í efnahagsmálum, hér væri meiri hagvöxtur, meira atvinnustig og hér væru hæstu meðallaun í heimi. Staða efnahagsmála hér sé um margt öfundsverð, skuldastaða ríkisins sé hófleg og svo framvegis, sagði Bjarni. „En við glímum vissulega við verðbólgu, og það er alvöru mál sem að þessi ríkisstjórn hefur í forgrunni hjá sér. Ég trúi því að við munum ná árangri og vextir taki að lækka, enda eru vísbendingar um að í peningastefnunefnd Seðlabankans sé sterk rödd fyrir lækkun vaxta.“ Launahækkanir og stytting vakta meðal áskorana Hvað lögregluna varðar sagði Bjarni að þessi ríkisstjórn hefði, eins og forverar hennar, haft mikla áherslu á styrk lögreglunnar í landinu. Á undanförnum árum hafi gríðarlega miklar breytingar átt sér stað á mörgum sviðum. „Við getum tekið kynferðisbrotamálin sem sérstakt dæmi, þar sem við fjármögnuðum betur heldur en fram til þess tíma, aðgerðir í kynferðisbrotamálum, sem hefur stytt málsmeðferðartíma í málaflokknum verulega, eða um helming.“ Bjarni sagðist fagna því að heyra undirtektir stjórnarandstöðunnar um mikilvægi þess að efla löggæsluVísir/Vilhelm Bjarni sagði jafnframt að í síðustu fjárlögum hefði ríkisstjórnin verið að fjármagna rannsóknir á alvarlegum glæpum. Ný stöðugildi hefðu orðið til í réttarvörslukerfinu til að við næðum ríkari árangri í að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi og önnur afbrot. Almenna löggæslan hafi svo verið áskorun, meðal annars af því að þau vaktatíminn hafi verið styttur. Það kalli á viðbótarfjármagn. Ofan á það fjármagn hafi þurft að bæta við fólki. Ríkisstjórnin hafi verið að gera það. Hann segir áskoranirnar felast í því að verið sé að hækka laun, stytta vaktir, og á sama tíma þurfi að bæta við fólki. Þetta sé krefjandi fyrir þingið. „En ég tek undir með háttvirtum þingmanni, ég fagna reyndar því, að heyra loksins héðan frá stjórnarandstöðunni, alvöru undirtektir með mikilvægi þess að lögreglan sé í færum til að sinna sínum störfum vel, ég fagna þeirri umræðu því að það er nákvæmlega það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir,“ sagði Bjarni. Hælisleitendur og ferðamenn leggi miklar kröfur á lögregluna og aðeins tuttugu á vakt Kristrún tók þá aftur til máls og spurði Bjarna hver hafi tekið þessar ákvarðanir um að stytta vaktir og hækka laun. Nú sé það svo að aðeins tuttugu lögreglumenn eru á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði að árið 2007 hefðu tuttugu verið á vakt bara í Reykjavík, og spurði hvað Bjarni ætlaði að gera í þessum málum. Kristrún sagði að aðeins tuttugu lögreglumenn væru á vakt í einu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir fimmtán árum síðan voru þeir tuttugu aðeins í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Ætlar hann að afnema aðhaldskröfuna sem mun falla til á tímabili fjármálaáætlunarinnar sem að hans ríkisstjórn lagði fram, eða ætlar hann að halda áfram að tala um að þurfa gera betur, eins og valdið sé ekki raunverulega í hans höndum?“ Bjarni tók undir það að í almennu löggæslunni hér á höfuðborgarsvæðinu sé gríðarlegt álag. Hann segir ríkisstjórnina hafa tekið frumkvæði að því að fjármagna verkefni innan almennu lögreglunnar og á rannsóknarsviðinu sem hefur þurft sérstaka fjármögnun. Ríkisstjórnin hafi staðið við orð stjórnarsáttmálans um að halda úti öflugri löggæslu. Bjarni sagðist svo hafa áttað sig á því í heimsókn til lögreglunnar í síðustu viku að hælisleitendamálin leggi miklar kröfur á lögregluna sem og aukinn fjöldi ferðamanna. Í mörg horn sé að líta þegar horft sé til þess hvernig lögreglan geti best sinnt sínum störfum. Svo þurfi að forgangsraða fjármunum í samræmi við vilja þingsins. Lögreglan Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag hóf Kristrún mál sitt á því að saka ríkisstjórnina um óstjórn í efnahagsmálum, sem hún sagði blasa við í heimilisbókhaldinu hjá stórum hluta landsmanna. Svo vék hún að erindi fyrirspurnarinnar, sem var til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um fjármögnun lögreglunnar. „Ár eftir ár horfum við á versnandi stöðu löggæslu, dómstóla og landhelgisgæslunnar. Þetta er staðan eftir tíu ár af fjármála- og dómsmálaráðuneytum Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Kristrún. „Hver er málsvörn hæstvirts forsætisráðherra? Hvernig stendur á því að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar felur ekki í sér neina stefnubreytingu á þessu sviði, heldur þvert á móti fari í frekari niðurskurð og áfram sé aðhaldskrafa á lögregluna?“ Þá vísaði hún í umsögn félags yfirlögregluþjóna við fjármálaáætlunina þar sem fram kemur að fjöldi lögregluþjóna á landinu sé svipaður og árið 1990 fyrir meira en 30 árum síðan, þrátt fyrir um 60 prósent fólksfjölgun og gríðarlega fjölgun ferðamanna. Fjöldi lögreglumanna hér á landi er svipaður og fyrir þrjátíu árum síðan, þrátt fyrir um 60 prósent fólksfjölgunVísir/Vilhelm „Er það meðvituð stefna ríkisstjórnarinnar að það séu færri og færri lögreglumenn á Íslandi miðað við fólksfjölda, og þar með minna sýnileg lögregla, sem getur aðeins sinnt allra erfiðustu og hörðustu málunum? Því þetta er sú stefna sem hefur verið rekin í málinu síðustu 10 ár. Var það viljandi, eða eru það mistök?“ spurði Kristrún. Bjarni tók þá til máls, og svaraði ásökunum Kristrúnar um óstjórn efnahagsmála áður en talið barst að löggæslumálum. Þá sagði hann Íslendinga standa flestum þjóðum framar í efnahagsmálum, hér væri meiri hagvöxtur, meira atvinnustig og hér væru hæstu meðallaun í heimi. Staða efnahagsmála hér sé um margt öfundsverð, skuldastaða ríkisins sé hófleg og svo framvegis, sagði Bjarni. „En við glímum vissulega við verðbólgu, og það er alvöru mál sem að þessi ríkisstjórn hefur í forgrunni hjá sér. Ég trúi því að við munum ná árangri og vextir taki að lækka, enda eru vísbendingar um að í peningastefnunefnd Seðlabankans sé sterk rödd fyrir lækkun vaxta.“ Launahækkanir og stytting vakta meðal áskorana Hvað lögregluna varðar sagði Bjarni að þessi ríkisstjórn hefði, eins og forverar hennar, haft mikla áherslu á styrk lögreglunnar í landinu. Á undanförnum árum hafi gríðarlega miklar breytingar átt sér stað á mörgum sviðum. „Við getum tekið kynferðisbrotamálin sem sérstakt dæmi, þar sem við fjármögnuðum betur heldur en fram til þess tíma, aðgerðir í kynferðisbrotamálum, sem hefur stytt málsmeðferðartíma í málaflokknum verulega, eða um helming.“ Bjarni sagðist fagna því að heyra undirtektir stjórnarandstöðunnar um mikilvægi þess að efla löggæsluVísir/Vilhelm Bjarni sagði jafnframt að í síðustu fjárlögum hefði ríkisstjórnin verið að fjármagna rannsóknir á alvarlegum glæpum. Ný stöðugildi hefðu orðið til í réttarvörslukerfinu til að við næðum ríkari árangri í að uppræta alþjóðlega glæpastarfsemi og önnur afbrot. Almenna löggæslan hafi svo verið áskorun, meðal annars af því að þau vaktatíminn hafi verið styttur. Það kalli á viðbótarfjármagn. Ofan á það fjármagn hafi þurft að bæta við fólki. Ríkisstjórnin hafi verið að gera það. Hann segir áskoranirnar felast í því að verið sé að hækka laun, stytta vaktir, og á sama tíma þurfi að bæta við fólki. Þetta sé krefjandi fyrir þingið. „En ég tek undir með háttvirtum þingmanni, ég fagna reyndar því, að heyra loksins héðan frá stjórnarandstöðunni, alvöru undirtektir með mikilvægi þess að lögreglan sé í færum til að sinna sínum störfum vel, ég fagna þeirri umræðu því að það er nákvæmlega það sem þessi ríkisstjórn stendur fyrir,“ sagði Bjarni. Hælisleitendur og ferðamenn leggi miklar kröfur á lögregluna og aðeins tuttugu á vakt Kristrún tók þá aftur til máls og spurði Bjarna hver hafi tekið þessar ákvarðanir um að stytta vaktir og hækka laun. Nú sé það svo að aðeins tuttugu lögreglumenn eru á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði að árið 2007 hefðu tuttugu verið á vakt bara í Reykjavík, og spurði hvað Bjarni ætlaði að gera í þessum málum. Kristrún sagði að aðeins tuttugu lögreglumenn væru á vakt í einu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir fimmtán árum síðan voru þeir tuttugu aðeins í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Ætlar hann að afnema aðhaldskröfuna sem mun falla til á tímabili fjármálaáætlunarinnar sem að hans ríkisstjórn lagði fram, eða ætlar hann að halda áfram að tala um að þurfa gera betur, eins og valdið sé ekki raunverulega í hans höndum?“ Bjarni tók undir það að í almennu löggæslunni hér á höfuðborgarsvæðinu sé gríðarlegt álag. Hann segir ríkisstjórnina hafa tekið frumkvæði að því að fjármagna verkefni innan almennu lögreglunnar og á rannsóknarsviðinu sem hefur þurft sérstaka fjármögnun. Ríkisstjórnin hafi staðið við orð stjórnarsáttmálans um að halda úti öflugri löggæslu. Bjarni sagðist svo hafa áttað sig á því í heimsókn til lögreglunnar í síðustu viku að hælisleitendamálin leggi miklar kröfur á lögregluna sem og aukinn fjöldi ferðamanna. Í mörg horn sé að líta þegar horft sé til þess hvernig lögreglan geti best sinnt sínum störfum. Svo þurfi að forgangsraða fjármunum í samræmi við vilja þingsins.
Lögreglan Alþingi Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Sjá meira