KA áfrýjar dómi í máli Arnars gegn félaginu til Landsréttar Aron Guðmundsson skrifar 3. júní 2024 14:30 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals Vísir/Pawel Cieslikiewicz KA ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Norðurlands í máli Arnars Grétarssonar gegn félaginu til Landsréttar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu KA í dag. Héraðsdómur Norðurlands komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Knattspyrnufélag Akureyrar þyrfti að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu ellefu milljónir króna. Arnar krafðist greiðslunnar og höfðaði mál vegna árangurs KA í Sambandsdeild Evrópu sumarið 2023 en hann yfirgaf félagið seint á leiktíðinni 2022. Samkvæmt samningi Arnars átti hann rétt á ákveðnu hlutfalli Evróputekna KA á meðan hann stýrði liðinu en undir hans stjórn lenti liðið í Evrópusæti sumarið 2022 og tók því þátt í Sambandsdeildinni árið eftir. Var KA dæmt til að greiða Arnari 8.779.998 krónur auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þá skyldi KA greiða tvær milljónir króna í málskostnað. Nú er ljóst að KA ætlar ekki að una þeirri niðurstöðu og áfrýjar félagið til Landsréttar: „KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti,“ segir í yfirlýsingu KA. Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti. KA Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Héraðsdómur Norðurlands komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að Knattspyrnufélag Akureyrar þyrfti að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi knattspyrnuþjálfara karlaliðs félagsins í knattspyrnu ellefu milljónir króna. Arnar krafðist greiðslunnar og höfðaði mál vegna árangurs KA í Sambandsdeild Evrópu sumarið 2023 en hann yfirgaf félagið seint á leiktíðinni 2022. Samkvæmt samningi Arnars átti hann rétt á ákveðnu hlutfalli Evróputekna KA á meðan hann stýrði liðinu en undir hans stjórn lenti liðið í Evrópusæti sumarið 2022 og tók því þátt í Sambandsdeildinni árið eftir. Var KA dæmt til að greiða Arnari 8.779.998 krónur auk dráttarvaxta frá 5. nóvember 2023. Þá skyldi KA greiða tvær milljónir króna í málskostnað. Nú er ljóst að KA ætlar ekki að una þeirri niðurstöðu og áfrýjar félagið til Landsréttar: „KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti,“ segir í yfirlýsingu KA. Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti.
Yfirlýsing KA í heild sinni: Þann 14. maí sl. kvað Héraðsdómur Norðurlands eystra upp dóm í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar (KA). Málið var höfðað til innheimtu bónusgreiðslna sem Arnar taldi sig eiga rétt á úr hendi KA. Um var að ræða bónusgreiðslur sem eiga rót sína að rekja til árangurs KA í Evrópukeppni sumarið 2023 en á þeim tíma var Arnar þjálfari Vals. Ágreiningur málsins lýtur einkum að túlkun á einni grein samnings aðila hvar fjallað er um bónusgreiðslur vegna þátttöku KA í Evrópukeppni og greinir aðila á um túlkun greinarinnar. Héraðsdómur féllst á kröfur Arnars og hefur KA nú ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar. KA fellir sig ekki við þá túlkun sem dómurinn er byggður á og telur mikilvægt að fá úr því skorið, ekki bara fyrir KA heldur önnur íþróttafélög og atvinnulífið almennt, hvort starfsfólk geti átt kröfu til greiðslna eftir að ráðningarsamband viðkomandi starfsmanns og atvinnurekanda hefur runnið sitt skeið á enda, einkum og sér í lagi þegar kröfurnar tengjast árangri sem viðkomandi starfsmaður átti ekki þátt í. Bent er á að Arnar Grétarsson ákvað einhliða að semja við annað lið áður en samningur hans við KA rann út en á þeim tímapunkti var KA ekki búið að tryggja sæti sitt í Evrópukeppni. Að mati KA geta starfsmenn ekki átt heimtingu á greiðslum eftir að ráðningarsambandi lýkur og þá vegna atvika sem til koma eftir það tímamark og verður sem fyrr segir látið á þetta reyna fyrir Landsrétti.
KA Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira