Blákaldur veruleiki blasir við Helgu Þórisdóttur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2024 10:37 Helga Þórisdóttir hlaut 275 atkvæði í forsetakosningu sem fram fór um helgina. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar snýr aftur til vinnu á morgun eftir leyfi vegna forsetaframboðs. Hún segir framboðið hafa verið mikið og lærdómsríkt ævintýri, en á sama tíma sé ljóst að erindi hennar hafi ekki náð í gegn. „Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Það er bara blákaldur veruleikinn og soðinn fiskur,“ segir Helga í samtali við fréttastofu, aðspurð um hvað taki við nú þegar forsetakosningum sé lokið. Helga var í launalausu leyfi frá störfum sínum sem forstjóri Persónuverndar til 1. júní. Hún ætlar að slaka á í dag og mæta til vinnu á morgun, þriðjudag. Svo hugsa ég að ég taki bara sumarleyfið mitt og sjái svo hvað verður. Helga Sigríður Þórhallsdóttir, sviðsstjóri Alþjóða- og fræðslusviðs, var staðgengill nöfnu sinnar á meðan hún var í framboði. „Hún hefur verið mín hægri hönd og hefur stýrt með sóma. Ég hef látið hana algjörlega um þetta og ekki snert á þessu. Það fór langbest á því að hafa innanbúðarmanneskju í þessu.“ Niðurstöður kosninganna vonbrigði Helga segir framboðið hafa verið meiri sprett en hún bjóst við. „En á sama skapi ótrúlega mikið ævintýri og mesti lærdómsferill sem ég hef farið í, það er nokkuð ljóst. Það er ofsalega mikil jákvæðni sem ég dreg úr þessu, ég hef fundið fyrir miklum stuðningi og hlýju, sérstaklega á ferð okkar hjóna um landið. Ég staldra alltaf við það jákvæða sem ég get dregið úr hverju ferli.“ Alls hlaut Helga 275 atkvæði í kosningunum og segir ljóst að sitt erindi hafi ekki komist í gegn. „Það er örugglega eitt og annað sem er hægt að skoða betur í því.“ Eiríkur Ingi Jóhannsson fékk fæst atkvæði í forsetakosningum frá upphafi, 101 talsins. Metið átti Hildur Þórðardóttir sem fék 294 atkvæði í forsetakosningunum árið 2016.Vísir/Anton Brink Niðurstöðurnar séu vissulega vonbrigði, það blasi við þegar maður gefi kost á sér sem forseti og endi ekki sem forseti. „Þetta var bara einlægt framboð af mikilli reynslu og mikilli þekkingu. En á sama tíma vorum við miklu fleiri í framboði en þegar ég fór fram og það má segja að leikar hafi snarbreyst eftir páska. Svo voru afdrifaríkar ákvarðanir teknar hjá einkareknum miðlum þegar hópnum var skipt upp þegar þrjár vikur voru eftir. Ég held að það hafi ráðið að mestu, eða miklu, um úrslitin.“ Aðspurð hvort það komi til greina að gefa aftur kost á sér síðar segist Helga taka sér eitt verkefni fyrir hendur í einu. „Nú er þjóðin búin að kjósa sér forseta í glæsilegu forsetakjöri. Það er yfirburðarkosning sem Halla Tómadóttir fær og ég óska henni mikils velfarnaðar í sínu starfi.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Tengdar fréttir Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Helga ekki tilbúin að henda inn handklæðinu Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi kallar eftir stuðningi landsmanna. Helga segist jarðtengd, hún viti að vonin sé ekki mikil en hún er ekki tilbúin að henda inn handklæðinu alveg strax. 19. apríl 2024 09:58
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði