Leikmannsamtökin hóta verkfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2024 09:01 Það er mikið álag á bestu knattspyrnumönnum heims og Lionel Messi þurfti oft að kynnast. Vandamálið er að það er alltaf að aukast. Getty/Kaz Photography Alþjóðaleikmannasamtökin FIFPro og PFA segjast vera tilbúin að fara í verkfall vegna áhyggjum þeirra um ofhlaðna leikjadagskrá bestu leikmanna heims. FIFPro er farið í mál við FIFA með mörgum deildum í Evrópu eins og ensku úrvalsdeildinni og spænsku deildinni. Það sem fyllti mælinn var ný heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem litla krúttlega HM félagsliða er allt í einu orðið að 32 liða risamóti. Maheta Molango, framkvæmdastjóri samtaka atvinnufótboltafólks, PFA, hefur verið að kalla eftir breytingum síðan í febrúar en hann heldur því fram að nú hafi Alþjóða knattspyrnusambandið hreinlega gengið of langt. Players' unions threaten strike over Club World CupTwo days before the Champions League final between Real Madrid and Borussia Dortmund in London, the Premier League, LaLiga, Serie A and the PFA met to study measures to counteract FIFA's plan for a new… https://t.co/prPZ6eCCJh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 31, 2024 Hann segist hafa farið inn í búningsklefa fyrir tíu dögum hjá liði þar sem hann heyrði hljóðið í leikmönnum sem eru fórnarlömb þessa mikla leikjaálags. „Sumir þeirra sögðu: Ég sætti mig ekki við þetta. Við ættum bara að fara í verkfall. Annar sagði: Til hvers. Ég er milljarðamæringur en ég hef ekki tíma til að eyða peningunum,“ sagði Molango. ESPN segir frá. Álagið á bestu leikmenn hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Fleiri leikir og margir knattspyrnustjórar hafa kvartað sáran yfir þessu. Nú er málið komið svo langt að leikmannasamtökin eru farin að opinbera hugmyndir sínar um verkfall. Hvað FIFA gerir er frekar auðvelt að spá fyrir um. Forráðamenn þar á bæ munu eflaust hóta leikmönnum bönnum og stórum sektum. Það er mun ólíklegra að menn í peningagráðugum höfuðstöðum fótboltans taki mark á kvörtunum leikmanna og fækki leikjunum. Það kemur sér allt of illa peningalega. „Við munum alltaf reyna að nota pólítísku leiðirnar. Við höfum sent bréf og höfum fengið svar en því miður er tíminn ekki með okkur. Stundum þarf fullorðið fólk, þótt að það það sé að reyna af finna lausn, að fá inn þriðja aðila til að komast að niðurstöðu. Kannski þurfum við gerðardómara eða dómstóla til að ákveða þetta,“ sagði Molango. Leikmannsamtökin segjast vera til í alvöru baráttu fyrir framtíðarheilsu leikmanna og því eru möguleg verkföll ekki út af borðinu. FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
FIFPro er farið í mál við FIFA með mörgum deildum í Evrópu eins og ensku úrvalsdeildinni og spænsku deildinni. Það sem fyllti mælinn var ný heimsmeistarakeppni félagsliða þar sem litla krúttlega HM félagsliða er allt í einu orðið að 32 liða risamóti. Maheta Molango, framkvæmdastjóri samtaka atvinnufótboltafólks, PFA, hefur verið að kalla eftir breytingum síðan í febrúar en hann heldur því fram að nú hafi Alþjóða knattspyrnusambandið hreinlega gengið of langt. Players' unions threaten strike over Club World CupTwo days before the Champions League final between Real Madrid and Borussia Dortmund in London, the Premier League, LaLiga, Serie A and the PFA met to study measures to counteract FIFA's plan for a new… https://t.co/prPZ6eCCJh— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 31, 2024 Hann segist hafa farið inn í búningsklefa fyrir tíu dögum hjá liði þar sem hann heyrði hljóðið í leikmönnum sem eru fórnarlömb þessa mikla leikjaálags. „Sumir þeirra sögðu: Ég sætti mig ekki við þetta. Við ættum bara að fara í verkfall. Annar sagði: Til hvers. Ég er milljarðamæringur en ég hef ekki tíma til að eyða peningunum,“ sagði Molango. ESPN segir frá. Álagið á bestu leikmenn hefur aukist statt og stöðugt undanfarin ár. Fleiri leikir og margir knattspyrnustjórar hafa kvartað sáran yfir þessu. Nú er málið komið svo langt að leikmannasamtökin eru farin að opinbera hugmyndir sínar um verkfall. Hvað FIFA gerir er frekar auðvelt að spá fyrir um. Forráðamenn þar á bæ munu eflaust hóta leikmönnum bönnum og stórum sektum. Það er mun ólíklegra að menn í peningagráðugum höfuðstöðum fótboltans taki mark á kvörtunum leikmanna og fækki leikjunum. Það kemur sér allt of illa peningalega. „Við munum alltaf reyna að nota pólítísku leiðirnar. Við höfum sent bréf og höfum fengið svar en því miður er tíminn ekki með okkur. Stundum þarf fullorðið fólk, þótt að það það sé að reyna af finna lausn, að fá inn þriðja aðila til að komast að niðurstöðu. Kannski þurfum við gerðardómara eða dómstóla til að ákveða þetta,“ sagði Molango. Leikmannsamtökin segjast vera til í alvöru baráttu fyrir framtíðarheilsu leikmanna og því eru möguleg verkföll ekki út af borðinu.
FIFA HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira