Fasteignamat sumarbústaða hækkar mest Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. maí 2024 22:01 Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS og Jónas Atli Gunnarsson hagfræðingur hjá sömu stofnun fóru yfir fasteignamarkað á fundi HMS í dag. Vísir/Arnar Fasteignamat hækkar mun minna á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni því íbúðir hafa hækkað hlutfallslega meira út á landi. Mest er hækkun á Vestfjörðum eða ellefu prósent. Sumarbústaðir hækka mest. Fasteignamat á öllu landinu hækkar að meðaltali um 4,3 prósent og tekur hækkunin gildi um næstu áramót samkvæmt nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða HMS. Fasteignamat sem er verðmat á markaðsvirði húss og lóðar hækkar mest á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eða um og yfir tíu prósent. Það hækkar hins vegar minnst á höfðuborgarsvæðinu eða að meðaltali um 2,8 prósent. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS segir að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á Vestfjörðum vegna uppbyggingar í kringum fiskeldi sem skýri svo verðhækkanir á fasteignum þar með tilheyrandi hækkun á fasteignamati. „Við styðjumst við kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í okkar greiningu. Þessi gögn sýna að fasteignaverð á Vestfjörðum hefur verið að hækka undanfarin misseri sem veldur hækkun á fasteignamatinu,“ segir Tryggvi. Sumarhús hækka mest Fasteignamat sumarhúsa hækkar hins vegar mest allra fasteigna eða um 15,6 prósent að meðaltali. „Við drögum þá ályktun að þessi mikla hækkun sé einfaldlega vegna framboðsskorts á sumarhúsum. Mesta hækkun á fasteignamati sumarhúsa er í kringum Akureyri eða um tuttugu og fimm prósent,“ segir Tryggvi. Raunverð húsnæðis hafi lækkað á höfuðborgarsvæðinu Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu lækkar hins vegar að raunvirði milli ára þ.e. þá er tekið tillit til verðbólgu. Lækkunarferlinu virðist hins vegar lokið og verð tekið að hækka á ný að sögn Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings hjá HMS. „Við sjáum að þessu raunverðslækkunartímabili er lokið. Íbúðaverð er aftur byrjað að hækka. Við hjá HMS teljum að íbúðarverð muni svo halda áfram að hækka að raunvirði svo lengi sem ekki er verið að byggja í takt við íbúðaþörf,“segir Jónas en á fundi HMS í dag kom fram að fjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman um 9,3 prósent milli ára. Jónas segir enn fremur að íbúðakaup Grindvíkinga muni hafa skammtímaáhrif á fasteignaverð. Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú þegar keypt 700 íbúðir af Grindvíkingum en íbúar geta selt félaginu fasteignir sínar til desember 2024. „Við gerum ráð fyrir að næstu þrjá mánuði muni Grindvíkingar kaupa sér íbúðir í sveitarfélögum í kringum bæinn. Við það eykst eftirspurn um fjörtíu prósent miðað við venjulegan fjölda kaupsamninga sem getur tímabundið haft áhrif á verðið,“ segir Jónas. Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00 Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Fasteignamat á öllu landinu hækkar að meðaltali um 4,3 prósent og tekur hækkunin gildi um næstu áramót samkvæmt nýrri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eða HMS. Fasteignamat sem er verðmat á markaðsvirði húss og lóðar hækkar mest á Vestfjörðum og Norðvesturlandi eða um og yfir tíu prósent. Það hækkar hins vegar minnst á höfðuborgarsvæðinu eða að meðaltali um 2,8 prósent. Tryggvi Már Ingvarsson framkvæmdastjóri fasteigna hjá HMS segir að eftirspurn eftir húsnæði hafi aukist á Vestfjörðum vegna uppbyggingar í kringum fiskeldi sem skýri svo verðhækkanir á fasteignum þar með tilheyrandi hækkun á fasteignamati. „Við styðjumst við kaupsamninga og veltu á fasteignamarkaði í okkar greiningu. Þessi gögn sýna að fasteignaverð á Vestfjörðum hefur verið að hækka undanfarin misseri sem veldur hækkun á fasteignamatinu,“ segir Tryggvi. Sumarhús hækka mest Fasteignamat sumarhúsa hækkar hins vegar mest allra fasteigna eða um 15,6 prósent að meðaltali. „Við drögum þá ályktun að þessi mikla hækkun sé einfaldlega vegna framboðsskorts á sumarhúsum. Mesta hækkun á fasteignamati sumarhúsa er í kringum Akureyri eða um tuttugu og fimm prósent,“ segir Tryggvi. Raunverð húsnæðis hafi lækkað á höfuðborgarsvæðinu Verð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu lækkar hins vegar að raunvirði milli ára þ.e. þá er tekið tillit til verðbólgu. Lækkunarferlinu virðist hins vegar lokið og verð tekið að hækka á ný að sögn Jónasar Atla Gunnarssonar hagfræðings hjá HMS. „Við sjáum að þessu raunverðslækkunartímabili er lokið. Íbúðaverð er aftur byrjað að hækka. Við hjá HMS teljum að íbúðarverð muni svo halda áfram að hækka að raunvirði svo lengi sem ekki er verið að byggja í takt við íbúðaþörf,“segir Jónas en á fundi HMS í dag kom fram að fjöldi íbúða í byggingu hefur dregist saman um 9,3 prósent milli ára. Jónas segir enn fremur að íbúðakaup Grindvíkinga muni hafa skammtímaáhrif á fasteignaverð. Fasteignafélagið Þórkatla hefur nú þegar keypt 700 íbúðir af Grindvíkingum en íbúar geta selt félaginu fasteignir sínar til desember 2024. „Við gerum ráð fyrir að næstu þrjá mánuði muni Grindvíkingar kaupa sér íbúðir í sveitarfélögum í kringum bæinn. Við það eykst eftirspurn um fjörtíu prósent miðað við venjulegan fjölda kaupsamninga sem getur tímabundið haft áhrif á verðið,“ segir Jónas.
Fjármál heimilisins Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00 Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sagðist í yfirlýsingu aldrei hafa ætlað að skaða foreldra sína „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Heildarmat fasteigna hækkar um 4,3 prósent árið 2025 Heildarmat fasteigna árið 2025 hækkar um 4,3 prósent frá fyrra ári og verður 15,3 billjónir króna. Fasteignamat íbúða hækkar um 2,1 prósent á höfuðborgarsvæðinu og um 6,6 prósent á landsbyggðinni. 30. maí 2024 10:00
Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“ Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld. 28. maí 2024 15:49