Trump lofar að útrýma mótmælum til stuðnings Palestínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. maí 2024 06:41 Donald Trump var viðstaddur NASCAR Coca-Cola 600 kappaksturinn á sunnudag. AP/Chris Seward Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagðist myndu útrýma mótmælum til stuðnings Palestínumönnum á háskólalóðum landsins ef hann snýr aftur í Hvíta húsið. Ummælin lét Trump falla þegar hann ávarpaði hóp efnaðra stuðningsmanna í New York fyrr í maí. Trump sagði mótmælin gegn hernaðaraðgerðum Ísrael á Gasa þátt í „róttækri byltingu“ og hét því að færa hana aftur um 25 til 30 ár ef viðstaddir aðstoðuðu hann til að ná kjöri. Þá sagðist hann myndu tryggja að erlendir nemar sem tækju þátt yrðu sendir heim. Hingað til hefur Trump veigrað sér við því að taka einarða afstöðu gagnvart átökunum á Gasa en á fundinum sagðist hann styðja rétt Ísrael til að berjast gegn hryðjuverkum. Hann hefur áður sagt að Ísrael sé að „tapa áróðursstíðinu“ með aðgerðum sínum. Trump gantaðist með það á fundinum að þar væru samankomnir 98 prósent vina hans sem væru gyðingar en hann minntist ekki orði á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hann hefur ekki rætt við frá því að síðarnefndi viðurkenndi sigur Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Sjálfur tók Trump umdeildar ákvarðanir varðandi Ísrael í forsetatíð sinni, meðal annars að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem. Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Ummælin lét Trump falla þegar hann ávarpaði hóp efnaðra stuðningsmanna í New York fyrr í maí. Trump sagði mótmælin gegn hernaðaraðgerðum Ísrael á Gasa þátt í „róttækri byltingu“ og hét því að færa hana aftur um 25 til 30 ár ef viðstaddir aðstoðuðu hann til að ná kjöri. Þá sagðist hann myndu tryggja að erlendir nemar sem tækju þátt yrðu sendir heim. Hingað til hefur Trump veigrað sér við því að taka einarða afstöðu gagnvart átökunum á Gasa en á fundinum sagðist hann styðja rétt Ísrael til að berjast gegn hryðjuverkum. Hann hefur áður sagt að Ísrael sé að „tapa áróðursstíðinu“ með aðgerðum sínum. Trump gantaðist með það á fundinum að þar væru samankomnir 98 prósent vina hans sem væru gyðingar en hann minntist ekki orði á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sem hann hefur ekki rætt við frá því að síðarnefndi viðurkenndi sigur Joe Biden í forsetakosningunum 2020. Sjálfur tók Trump umdeildar ákvarðanir varðandi Ísrael í forsetatíð sinni, meðal annars að flytja sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem.
Donald Trump Átök í Ísrael og Palestínu Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira