Segja Frakka ætla að senda hermenn til Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2024 16:08 Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, á fjarfundi með varnarmálaráðherra Frakklands í dag. Ráðamenn í Frakklandi ætla að senda hermenn til Úkraínu. Þetta sagði yfirmaður herafla Úkraínu í dag og eiga frönsku hermennirnir að aðstoða við að þjálfa úkraínska hermenn. Líklega verða þeir staðsettir í vesturhluta landsins, fjarri víglínunni. Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Ráðamenn annarra ríkja, eins og Bandaríkjanna, hafa einnig til skoðunar að senda hermenn til Úkraínu þar sem þeir eiga að koma að þjálfun úkraínskra hermanna. Olexander Sirskí, yfirmaður herafla Úkraínu, tilkynnti í dag að hann og Rustem Úmeróv, varnarmálaráðherra, hefðu rætt við Sebastien Lecornu, varnarmálaráðherra Frakklands. Fram hefði komið á fundi þessum að Frakkar séu fyrstir til að senda hermenn til Úkraínu. Sirskí segist telja að ákvörðun Frakka muni leiða til þess að ráðamenn fleirri ríkja muni taka sömu skref. Sirskí sagðist þegar hafa skrifað undir reglugerð um að frönskum hermönnum væri þegar heimilt að fara til Úkraínu og virða fyrir sér aðstæður. Lecornu sagði einnig frá fundinum á samfélagsmiðlum í dag en þar sagði hann að Frakkar ætluðu meðal annars að senda fleiri stórskotaliðsvopn og skotfæri til Úkraínu, auk flugskeyta í loftvarnarkerfi og langdrægar eld- og stýriflaugar. Point d’étape sur l’aide militaire 🇫🇷 à l'Ukraine avec mon homologue 🇺🇦 @rustem_umerov, suite au déplacement en Ukraine du @CEMA_FR :- CAESAR et munitions- Défense aérienne (missiles ASTER)- Frappes longue portée (SCALP et A2SM)Et pour préparer les futurs paquets d'aide. pic.twitter.com/62gQ5fpVpQ— Sébastien Lecornu (@SebLecornu) May 27, 2024 Hann nefndi ekki að senda ætti franska hermenn til Úkraínu. Tiltölulega stutt er síðan Emmanuel Macron, forseti Frakklands, viðraði þá skoðun sína að ráðamenn á Vesturlöndum ættu ekki að setja sjálfum sér rauðar línur fyrir Rússa og ekki útiloka að senda hermenn til Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi brugðust reiðir við þessum ummælum og tilkynntu í kjölfarið nýjar heræfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“. Þær æfingar voru haldnar í síðustu viku. Sjá einnig: Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Hingað til hafa úkraínskir nýliðar og kvaðmenn verið sendir til herbúða í Þýskalandi þar sem hermenn frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum hafa þjálfað þá í hernaði og í notkun vestrænna vopna sem senda hafa verið til Úkraínu. Þetta hefur meðal annars verið sagt í skoðun innan veggja Hvíta hússins. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki viljað taka þetta skref en mögulega gæti það breyst í kjölfar ákvörðunar Frakka. Rússar gera sjaldan árásir á vesturhluta Úkraínu en það gerist þó. Fari svo að bakhjarlar Úkraínu sendi hermenn til landsins vekur það upp spurningar um möguleg viðbrögð við því að einhverjir þeirra hermanna falli í árásum Rússa.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Frakkland Hernaður Tengdar fréttir Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50 Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42 Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Tólf látin og tugir særð eftir árás á byggingavöruverslun Í það minnsta tólf eru látin eftir loftárás Rússa á byggingavöruverslun í Karkív í gær. Tugir eru auk þess særðir. Saksóknari í Úkraínu sagði í morgun að fjöldi látinna myndi líklega hækka en tvær árásir voru gerðar á borgina í gær. 26. maí 2024 07:50
Segja Pútín vilja vopnahlé sem miðist við núverandi víglínur Vladímír Pútín, forseti Rússlands, er sagður tilbúinn að stöðva innrásarstríð sitt í Úkraínu með vopnahléssamkomulagi sem viðurkennir núverandi átakalínur. Utanríkisráðherra Úkraínu segir Pútín reyna að skemma fyrir áformuðum friðarfundi í næsta mánuði. 24. maí 2024 22:42
Býst við aukinni sókn Rússa Forseti Úkraínu telur að Rússar gætu aukið enn við hernað sinn í norðausturhluta Úkraínu í kjölfar stórsóknar þeirra í nágrenni úkraínsku borgarinnar Kharkiv undanfarið. Tveir féllu í árás á borgina í gær og sex særðust í annarri árás í dag. 18. maí 2024 20:00