Taldir hafa sviðsett árekstur í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2024 10:17 Mennirnir eru taldir hafa sviðsett áreksturinn við Gjáhellu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að reyna að svíkja fé út úr Vátryggingafélagi Íslands með því að setja á svið umferðarslys í Hellnahverfi í Hafnarfirði í apríl fyrir þremur árum. Ákæran er birt í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur tekist að birta mönnunum ákæruna. Annar karlmaðurinn er skráður til heimilis í Blönduhlíð í Reykjavík en hinn á Ítalíu. Fram kemur í ákærunni að mennirnir hafi í félagi mánudaginn 5. apríl 2021 sett á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði í því skyni að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar Wolkswagen Passat bíls frá 2012 sem var tryggt hjá VÍS. Annars vegar vegna skemmda á Passatnum og hins vegar vegna skemmda á Volvo S60 bíl frá 2005. Aðdraganda árekstursins sviðsetta er lýst á þá leið í ákæru að karlmaðurinn sem er skráður búsettur á Ítalíu hafi ekið Volvonum norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamót Gjáhellu og Breiðhellu í um fjörutíu sekúndur. Þá hafi hann ekið bílnum hægt í veg fyrir Passatinn sem maðurinn búsettur í Blönduhlíð ók norðvestur Breiðhellu uns árekstur varð á gatnamótunum. Mennirnir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sá búsetti á Ítalíu sendi VÍS tilkynninguna í tölvupósti samdægurs. Þannig hafi mennirnir reynt að fá félagið til að bæta tjónið en áætlaður kostnaður af yfirtöku bílanna var 800 þúsund krónur annars vegar og 400 þúsund krónur hins vegar. Hafnarfjörður Tryggingar Samgönguslys Lögreglumál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Annar karlmaðurinn er skráður til heimilis í Blönduhlíð í Reykjavík en hinn á Ítalíu. Fram kemur í ákærunni að mennirnir hafi í félagi mánudaginn 5. apríl 2021 sett á svið umferðarslys á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu í Hafnarfirði í því skyni að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar Wolkswagen Passat bíls frá 2012 sem var tryggt hjá VÍS. Annars vegar vegna skemmda á Passatnum og hins vegar vegna skemmda á Volvo S60 bíl frá 2005. Aðdraganda árekstursins sviðsetta er lýst á þá leið í ákæru að karlmaðurinn sem er skráður búsettur á Ítalíu hafi ekið Volvonum norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamót Gjáhellu og Breiðhellu í um fjörutíu sekúndur. Þá hafi hann ekið bílnum hægt í veg fyrir Passatinn sem maðurinn búsettur í Blönduhlíð ók norðvestur Breiðhellu uns árekstur varð á gatnamótunum. Mennirnir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sá búsetti á Ítalíu sendi VÍS tilkynninguna í tölvupósti samdægurs. Þannig hafi mennirnir reynt að fá félagið til að bæta tjónið en áætlaður kostnaður af yfirtöku bílanna var 800 þúsund krónur annars vegar og 400 þúsund krónur hins vegar.
Hafnarfjörður Tryggingar Samgönguslys Lögreglumál Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira