Erlent

Fjölda saknað eftir loft­á­rás á bygginga­vöru­verslun

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Viðbragðsaðilar vinna að því að slökkva eldinn.
Viðbragðsaðilar vinna að því að slökkva eldinn. AP/Andrii Marienko

Rússneskar eldflaugar hæfðu stóra byggingarvöruverslun í Karkív fyrr í dag og ollu miklum skaða. Að minnsta kosti tveir létu lífið og myndefni frá vettvangi sýnir stærðarinnar eldsvoða loga í versluninni.

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum X að 200 manns séu talin hafa verið í byggingunni þegar eldflaugin hæfði hana. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir margra saknað og að margir liggi særðir.

„Árásir Rússa á Karkív í dag eru enn annað dæmi um geðveiki Rússa - það er engin önnur leið að lýsa því. Aðeins geðveiku fólki eins og Pútín er kleift að drepa og hrylla fólk á svo ógeðfelldan hátt,“ skrifar Selenskí í færslu sinni.

Í færslunni ítrekaði hann einnig beiðni sína um betri loftvarnarkerfi frá Vesturlöndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×