Fótbolti

Bayern borgar 12 milljónir evra fyrir Kompany

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Vincent Kompany gjörbreytti Burnley á sínum tíma sem stjóri liðsins. 
Vincent Kompany gjörbreytti Burnley á sínum tíma sem stjóri liðsins.  Catherine Ivill - AMA/Getty Images

Svo virðist sem ráðning Bayern Munchen á þjálfaranum Vincent Kompany sé frágengin. Félagið mun greiða Burnley 12 milljónir evra fyrir hann. 

Það er hinn eilíft áreiðanlegi Fabrizio Romano sem greinir frá á samfélagsmiðlum. Bayern Munchen er sagt borga 12 milljónir evra til Burnley. Samningar milli Kompany og félagsins um laun eru frágengnir, en hafa ekki birst opinberlega. 

Kompany stýrði Burnley upp úr Championship-deildinni í fyrra í fyrstu tilraun þar sem liðið vann ensku B-deildina með yfirburðum. 

Burnley keypti leikmenn fyrir meira en 100 milljónir punda fyrir tímabilið og gjörbreytti leikmannahóp liðsins, en leikstíll þess undir stjórn Kompany hefur ávallt verið sá sami. 

Það skilaði ekki þeim árangri sem vonast var eftir og Burnley fór beinustu leið niður ásamt hinum tveimur nýliðunum, Luton Town og Sheffield United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×