Enski boltinn

Stýrir leik á Stamford Bridge eftir að Chelsea rak hann

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Pochettino átti ekki sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea en tókst að bæta úr undir lokin. Honum var sagt upp samt sem áður.
Pochettino átti ekki sjö dagana sæla sem þjálfari Chelsea en tókst að bæta úr undir lokin. Honum var sagt upp samt sem áður. EPA-EFE/PETER POWELL

Þrátt fyrir að hafa verið sagt upp störfum sem þjálfari Chelsea mun Mauricio Pochettino heiðra samkomulag sitt og stýra góðgerðarleik á Stamford Bridge.

Pochettino mun stýra úrvalsliði heimsins gegn úrvalsliði Englands, sem verða undir stjórn Frank Lampard. Leikurinn er hluti af Soccer Aid góðgerðarátaki UNICEF.

Þónokkur þekkt nöfn munu spila leikinn: Jill Scott, Karen Carney, Eden Hazard, Jermain Defoe, David James, Gary Cahill, David Seaman, Roberto Carlos, Joe Cole og Jack Wilshere hafa öll boðað komu sína.

Pochettino tók einnig þátt í góðgerðarleiknum á síðasta ári þegar rétt tæplega 100 milljónir punda söfnuðust.

Þetta verður þó að öllum líkindum síðasti leikur hans á Stamford Bridge um einhvern tíma, en framtíð hans er með öllu óráðin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×