Fótbolti

Ísak og fé­lagar með annan fótinn í deild þeirra bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fortuna Düsseldorf er í frábærum málum og Ísak Bergmann Jóhannesson því væntanlega á leiðinni upp í efstu deild.
Fortuna Düsseldorf er í frábærum málum og Ísak Bergmann Jóhannesson því væntanlega á leiðinni upp í efstu deild. Getty/Stefan Brauer

Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar í Fortuna Düsseldorf eru í frábærum málum eftir fyrri leikinn í umspili um sæti í þýsku Bundesligunni.

Düsseldorf var á útivelli á móti Bochum í kvöld og vann frábæran 3-0 sigur.

Það má því segja að Düsseldorf sé komið með annan fótinn í efstu deild en seinni leikurinn verður spilaður á heimavelli þeirra.

Fyrsta markið var sjálfsmark á þrettándu mínútu leiksins en Düsseldorf skoraði siðan tvö mörk í seinni hálfleiknum. Það fyrra skoraði Felix Klaus á 64. mínútu en það seinna skoraði Yannik Engelhardt á 72. mínútu.

Düsseldorf varð í þriðja sæti í b-deildinni en Bochum í þriðja neðsta sæti í A-deildinni. Það lið sem hefur betur í þessum tveimur leikjum verður í deild þeirra bestu næsta vetur.

St. Pauli og Holstein Kiel fóru bæði upp úr b-deildinni en Köln og Darmstadt 98 féllu úr Bundesligunni.

Ísak Bergmann kom inn á sem varamaður tíu mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×