Enski boltinn

Lopetegui tekur við West Ham

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Julien Lopetegui hefur meðal annars þjálfað Real Madrid, Sevilla og Porto. Sömuleiðis hefur hann þjálfað öll yngri landslið Spánar og var þjálfari A-landsliðsins frá 2016-18.
Julien Lopetegui hefur meðal annars þjálfað Real Madrid, Sevilla og Porto. Sömuleiðis hefur hann þjálfað öll yngri landslið Spánar og var þjálfari A-landsliðsins frá 2016-18. whufc.com

Julen Lopetegui hefur verið ráðinn til starfa sem þjálfari West Ham í ensku úrvalsdeildinni. Hann tekur við af David Moyes sem lét af störfum á dögunum. 

West Ham bauð Moyes framlengdan samning en hann ákvað sjálfur að láta af störfum eftir nýliðið tímabil. Sem þjálfari West Ham hefur Moyes hefur fagnað gríðarlegri velgengni og leiddi liðið að sigri í Sambandsdeildinni á síðasta tímabili.

Lopetegui hefur víða komið að en þjálfaði síðast Wolverhampton Wanderers, hann yfirgaf félagið svo sex dögum fyrir fyrsta leik nýliðins tímabils vegna fjárhagsörðugleika félagsins og hefur verið atvinnulaus síðan.

Hlutverk Lopetegui verður aðeins frábrugðið því sem David Moyes sinnti. Moyes hafði mikið að segja um leikmannamál og ákvarðanir á félagaskiptamarkaðnum.

Á síðasta ári réði West Ham hins vegar yfirmann knattspyrnumála, Tim Steidten, sem hefur yfirumsjón með leikmannamálum. Sú ráðning er talin hafa spilað stóran þátt í ákvörðun Moyes að yfirgefa félagið, hann hafi þegið starfið í þeim skilningi að hann sjálfur hefði úrslitavald í ákvörðunum en svo væri ekki lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×