Fjármálastjórinn orðinn sveitarstjóri Árni Sæberg skrifar 23. maí 2024 11:09 Sylvía hefur leyst Harald Þór af hólmi. Hann verður þó áfram í fullu starfi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær lagði Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri, fram tillögu að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið og óskaði jafnframt eftir því að fjármálastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sylvía Karen Heimisdóttir, tæki við starfi sveitarstjóra frá og með deginum í gær og út kjörtímabilið. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðustu tvö ár hafi Haraldur Þór sinnt bæði starfi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á þessum tveimur árum hafi náðst mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins og uppsafnaður rekstrarafgangur síðustu tveggja ára sé rúmar 252 milljónir og veltufé frá rekstri rúmar 372 milljónir. Tekur við góðu búi Skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað verulega og hafi síðustu áramót staðið í 36,9 prósentum og veltufé frá rekstri sé komið upp í 17,3 prósent. „Sveitarfélagið stendur því sterkt til að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er að fara af stað á næstu mánuðum. Búið er að innleiða nýtt skjala- og málakerfi, stjórnsýslan orðin rafræn og var sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga í Árnessýslu til að taka upp full rafræn skil á öllum gögnum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins hefur eflst og býr sveitarfélagið yfir öflugum hópi af starfsfólki.“ Einnig hafi á sama tíma náðst mikill árangur í þeirri umræðu að tryggja sveitarfélögum með orkuframleiðslu ávinning af þeirri starfsemi, en í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi mest raforka verið framleidd á Íslandi og núverandi raforkuframleiðsla í sveitarfélaginu dugi öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Verður áfram í hundrað prósent starfi Sveitarstjórn hafi samhljóða samþykkt nýtt skipurit og staðfest ráðningu Sylvíu Karenar Heimisdóttur sem sveitarstjóra og að Haraldur Þór Jónsson starfi áfram sem oddviti í 100 prósent starfi ásamt því að staðfesta verkaskiptingu milli oddvita og sveitarstjóra samkvæmt nýju skipuriti. Sylvía Karen hafi því tekið við ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sylvía Karen hafi starfað hjá sveitarfélaginu frá sumrinu 2020 og sinnt meðal annars starfi sveitarstjóra frá 2021 til 2022. Haraldur Þór muni sem áður segir starfa áfram sem oddviti í fullu starfi og bera ábyrgð á því að leiða þá uppbyggingu sem er fram undan í sveitarfélaginu, en í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir fjárfestingum á næstu tveimur árum fyrir 1,4 milljarða króna. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að síðustu tvö ár hafi Haraldur Þór sinnt bæði starfi oddvita og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Á þessum tveimur árum hafi náðst mikill árangur í rekstri sveitarfélagsins og uppsafnaður rekstrarafgangur síðustu tveggja ára sé rúmar 252 milljónir og veltufé frá rekstri rúmar 372 milljónir. Tekur við góðu búi Skuldahlutfall sveitarfélagsins hafi lækkað verulega og hafi síðustu áramót staðið í 36,9 prósentum og veltufé frá rekstri sé komið upp í 17,3 prósent. „Sveitarfélagið stendur því sterkt til að takast á við þá miklu uppbyggingu sem er að fara af stað á næstu mánuðum. Búið er að innleiða nýtt skjala- og málakerfi, stjórnsýslan orðin rafræn og var sveitarfélagið fyrst sveitarfélaga í Árnessýslu til að taka upp full rafræn skil á öllum gögnum. Stjórnsýsla sveitarfélagsins hefur eflst og býr sveitarfélagið yfir öflugum hópi af starfsfólki.“ Einnig hafi á sama tíma náðst mikill árangur í þeirri umræðu að tryggja sveitarfélögum með orkuframleiðslu ávinning af þeirri starfsemi, en í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hafi mest raforka verið framleidd á Íslandi og núverandi raforkuframleiðsla í sveitarfélaginu dugi öllum heimilum og fyrirtækjum á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Verður áfram í hundrað prósent starfi Sveitarstjórn hafi samhljóða samþykkt nýtt skipurit og staðfest ráðningu Sylvíu Karenar Heimisdóttur sem sveitarstjóra og að Haraldur Þór Jónsson starfi áfram sem oddviti í 100 prósent starfi ásamt því að staðfesta verkaskiptingu milli oddvita og sveitarstjóra samkvæmt nýju skipuriti. Sylvía Karen hafi því tekið við ábyrgð á daglegum rekstri sveitarfélagsins. Sylvía Karen hafi starfað hjá sveitarfélaginu frá sumrinu 2020 og sinnt meðal annars starfi sveitarstjóra frá 2021 til 2022. Haraldur Þór muni sem áður segir starfa áfram sem oddviti í fullu starfi og bera ábyrgð á því að leiða þá uppbyggingu sem er fram undan í sveitarfélaginu, en í samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sé gert ráð fyrir fjárfestingum á næstu tveimur árum fyrir 1,4 milljarða króna.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vistaskipti Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira