Innlent

Beint streymi: Kyn­ferðis­of­beldi og önnur á­föll á Ís­landi

Jón Þór Stefánsson skrifar
IMG_8580.jpeg

Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málþingi um niðurstöður nýrra rannsókna á áhrifum og afleiðingum kynferðisofbeldis og annarra áfalla á líf fólks á Íslandi.

Rannsóknirnar hafa allar verið framkvæmdar við HR síðastliðin sex ár með styrkjum frá Rannsóknarsjóði Íslands, Jafnréttissjóði og félags- og vinnumálaráðuneytinu.

Hægt er að fylgjast með málþinginu í streymi hér fyrir neðan. Viðburðurinn hefst klukkan eitt í dag og stendur yfir til klukkan fjögur.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flytur hátíðarávarp og sviðsforseti samfélagssviðs HR, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sér um fundarstjórn og heldur opnunarerindi. Þá kemur Bubbi Morthens fram.

Fjöldi fræðimanna á sviði sálfræðinnar flytja erindi tengd málefninu og í lokin verða pallborðsumræðurmeð sérfræðingum frá Barna- og fjölskyldustofu, Barnahúsi, Stígamótum, Bjarkarhlíð, Ríkissaksóknara og Lögreglunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×