Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Kristín Ólafsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. maí 2024 18:25 Synjun Salome Zourabichvili forseta Georgíu mun líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meiri hluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. AP Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. Lögin lúta að erlendu eignarhaldi fjölmiðla og félagasamtaka. Gagnrýnendur segja þau myndu þrengja töluvert að fjölmiðlum og þau séu enn fremur að rússneskri fyrirmynd. Þannig komst Salome Zourabichvili forseti Georgíu einnig að orði í ávarpi í dag. Hún sagðist hafa hafnað rússneskum lögum, lögin væru rússnesk í kjarna sínum og anda og þau brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Að auki kæmu lögin til með að koma í veg fyrir að Georgía hlyti aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hún synjunina lagalega rökstudda. Synjun Zourabichvili mun þó líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. Málið vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum hérlendis í vikunni eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjum, og var viðstödd mótmæli gegn lögunum í Tíbilisi höfuðborg Georgíu. Þórdís taldi þá ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum samstöðu og furðaði sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum. Georgía Tengdar fréttir Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira
Lögin lúta að erlendu eignarhaldi fjölmiðla og félagasamtaka. Gagnrýnendur segja þau myndu þrengja töluvert að fjölmiðlum og þau séu enn fremur að rússneskri fyrirmynd. Þannig komst Salome Zourabichvili forseti Georgíu einnig að orði í ávarpi í dag. Hún sagðist hafa hafnað rússneskum lögum, lögin væru rússnesk í kjarna sínum og anda og þau brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Að auki kæmu lögin til með að koma í veg fyrir að Georgía hlyti aðild að Evrópusambandinu. Þá sagði hún synjunina lagalega rökstudda. Synjun Zourabichvili mun þó líklega ekki stöðva lögin þar sem ríkisstjórnin hefur meirihluta í þinginu og getur tryggt framgang þeirra. Málið vakti sérstaka athygli í fjölmiðlum hérlendis í vikunni eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Íslands heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjum, og var viðstödd mótmæli gegn lögunum í Tíbilisi höfuðborg Georgíu. Þórdís taldi þá ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum samstöðu og furðaði sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum.
Georgía Tengdar fréttir Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33 Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Sjá meira
Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16. maí 2024 17:33