Segja grafalvarlegt mál að fresta atkvæðagreiðslu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. maí 2024 12:44 Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Ölfus segja bæjarstjórnina hafa tekið lýðræðislegan rétt af íbúum, og treysti þeim ekki til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Vísir/Arnar Fulltrúar minnihlutans í Ölfusi segja frestun atkvæðagreiðslu um deiliskipulag vegna mölunarverksmiðju grafalvarlegt mál, og segjast munu leita álits sérfróðs fólks um það hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. Í dag átti að fara fram atkvæðagreiðsla íbúa í Ölfusi um deiliskipulag fyrir fyrirhugaða grjótmulningsverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg í Þorlákshöfn. Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær að fresta kosningunum um óákveðinn tíma. Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, þar sem lýst var yfir áhyggjum af fyrirhuguðum framkvæmdum Heidelberg, er miðlægt í málinu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, meirihlutinn í Ölfusi, sögðu ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Bréf First Water fylli málið vafa og óvissu, en vinnubrögðin séu furðuleg. Meirihlutinn treysti íbúum ekki til að mynda sér skoðun á verkefninu Ása Berglind Hjálmarsdóttir, og Hrönn Guðmundsdóttir fulltrúar minnihlutans í Ölfusi, sögðu í aðsendri grein á Vísi í dag að verið væri að taka lýðræðislegan rétt af íbúum. Þær segjast ekki skilja á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggi ákvörðun sína. Það sé grafalvarlegt mál að fresta kosningum, og þau ætli að kanna hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. Þær segja að meirihlutinn hafi talað niður til First Water „fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju.“ Áhyggjur snúi meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau noti í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Rökstuðningur liggi fyrir í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þær segja að ljóst sé að með frestun íbúakosninganna sé ljóst að meirihlutinn beri enga virðingu fyrir lýðræðinu og treysti ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Engar forsendur hafi breyst, það sjónarmið hafi alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu. First Water hafi stigið fram og aðeins bent á hið augljósa, og það ætti ekki að breyta neinu um fyrirhugaðar kosningar. Málið áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans Þá segja fulltrúar minnihlutans að ljóst hafi verið þegar ákvörðunin var tekin um að boða til bindandi kosninga, að skipulagsferli verkefnisins væri ekki lokið, og fyrirséð væri að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir að boðað hafi verið til kosninga. Nýjar upplýsingar sem litu dagsins ljós hefðu því ekki átt að koma í veg fyrir boðaða atkvæðagreiðslu. Þá vitna þær í orð formanns bæjarráðs Ölfuss, sem sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið barst frá First Water 15. maí, að hann treysti íbúum fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni eigin sannfæringu. Þær segja þetta greinilega greinilega ekki eiga lengur við og meirihlutinn treysti íbúum ekki til að hafa vit fyrir sjálfum sér. Ölfus Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. 17. maí 2024 20:14 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Í dag átti að fara fram atkvæðagreiðsla íbúa í Ölfusi um deiliskipulag fyrir fyrirhugaða grjótmulningsverksmiðju þýska fyrirtækisins Heidelberg í Þorlákshöfn. Ákveðið var á bæjarstjórnarfundi í gær að fresta kosningunum um óákveðinn tíma. Bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, þar sem lýst var yfir áhyggjum af fyrirhuguðum framkvæmdum Heidelberg, er miðlægt í málinu. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, meirihlutinn í Ölfusi, sögðu ekkert annað í stöðunni en að fresta atkvæðagreiðslunni. Bréf First Water fylli málið vafa og óvissu, en vinnubrögðin séu furðuleg. Meirihlutinn treysti íbúum ekki til að mynda sér skoðun á verkefninu Ása Berglind Hjálmarsdóttir, og Hrönn Guðmundsdóttir fulltrúar minnihlutans í Ölfusi, sögðu í aðsendri grein á Vísi í dag að verið væri að taka lýðræðislegan rétt af íbúum. Þær segjast ekki skilja á hvaða lagagrundvelli meirihluti bæjarstjórnar byggi ákvörðun sína. Það sé grafalvarlegt mál að fresta kosningum, og þau ætli að kanna hvort vafi sé á lögmæti ákvörðunarinnar. Þær segja að meirihlutinn hafi talað niður til First Water „fyrir það að hafa bent á það augljósa og krefja þau nú um rökstuðning fyrir sínum áhyggjum sem snúa að sambúð umhverfisvæns matvælaiðnaðar og risavaxinnar grjótmulningsverksmiðju.“ Áhyggjur snúi meðal annars að því að jarðsjórinn sem þau noti í kerin sín gæti mengast af skipaumferðinni sem á að koma að höfninni sem Heidelberg vill byggja. Rökstuðningur liggi fyrir í umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Þær segja að ljóst sé að með frestun íbúakosninganna sé ljóst að meirihlutinn beri enga virðingu fyrir lýðræðinu og treysti ekki íbúum til að mynda sér skoðun á verkefninu. Engar forsendur hafi breyst, það sjónarmið hafi alltaf verið á lofti að fyrirætlanir Heidelberg um stórfellda námuvinnslu fari ekki saman með hreinni matvælaframleiðslu. First Water hafi stigið fram og aðeins bent á hið augljósa, og það ætti ekki að breyta neinu um fyrirhugaðar kosningar. Málið áfellisdómur yfir vinnubrögðum meirihlutans Þá segja fulltrúar minnihlutans að ljóst hafi verið þegar ákvörðunin var tekin um að boða til bindandi kosninga, að skipulagsferli verkefnisins væri ekki lokið, og fyrirséð væri að nýjar upplýsingar myndu líta dagsins ljós. Það hafi þó ekki komið í veg fyrir að boðað hafi verið til kosninga. Nýjar upplýsingar sem litu dagsins ljós hefðu því ekki átt að koma í veg fyrir boðaða atkvæðagreiðslu. Þá vitna þær í orð formanns bæjarráðs Ölfuss, sem sagði í útvarpsviðtali daginn sem bréfið barst frá First Water 15. maí, að hann treysti íbúum fullkomlega til að vega og meta gögnin og kjósa eftir sinni eigin sannfæringu. Þær segja þetta greinilega greinilega ekki eiga lengur við og meirihlutinn treysti íbúum ekki til að hafa vit fyrir sjálfum sér.
Ölfus Námuvinnsla Fiskeldi Deilur um iðnað í Ölfusi Tengdar fréttir Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07 Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. 17. maí 2024 20:14 Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Hundrað milljarða fjárfesting í uppnámi Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu. 15. maí 2024 11:07
Fresta íbúakosningu í Ölfusi um mölunarverksmiðju Bæjarstjórn Ölfuss ákvað síðdegis að fresta íbúakosningu um deiluskipulag fyrir mölunarverksmiðju sem átti að hefjast á morgun. Vísað er til þess að bréf forstjóra First Water hafi fyllt málið vafa og óvissu sem ekki verði við unað. 17. maí 2024 20:14
Bréf Eggerts kom flatt upp á bæjarstjórnarmenn Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, er afar ósáttur við bréf Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf. – hann furðar sig á tímasetningunni. 15. maí 2024 12:36