Innlent

Skip­stjórinn og stýri­maðurinn fluttir til Reykja­nes­bæjar

Jón Þór Stefánsson skrifar
Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garði
Báturinn var hálfur á kafi þegar björgunarmenn báru að garði Áhöfnin á Hannesi Þ. Hafstein

Tveir menn sem grunaðir eru um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska við Garðskagavita í gærnótt eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum. Þeir sitja í fangaklefa í Reykjanesbæ.

Enn á eftir að taka ákvörðun um hvort krafist verði þess að þeir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Þetta segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins, og skipverjarnir tveir hafa verið fluttir frá Vestmannaeyjum þar sem þeir höfðu verið í haldi.

„Málið er til rannsóknar og ekki alveg vitað með framhaldið,“ segir Úlfar.

Það eru skipstjóri og stýrimaður skipsins Longdawn sem eru í haldi lögreglu, en talið er að fraktskipið hafi rekist í strandveiðibát manns sem lenti í sjónum fyrir vikið og var bjargað naumlega. Þriðji maðurinn, stýrimaður, var handtekinn en sleppt úr haldi.

Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, greindi frá því í gær að skipstjórinn væri rússneskur.

Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins til bjargar í nótt lýsti aðstæðum í viðtali við fréttastofu í dag. Þegar hann áttaði sig á því að það sem hann sá í sjónum var ekki gámur heldur bátur. Svo sting sem hann fékk í hjartað þegar hann sá að þetta var bátur vinar hans.

Arnar sagði fullkomlega ljóst að fraktskipið hefði siglt á fiskibátinn. Myndir af skemmdum á fiskibátnum og á fraktskipinu benda til þess.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×