Fyrsta HM stelpnanna okkar verður vonandi í Brasilíu 2027 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2024 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu munu örugglega gera allt sem þær geta til að fá að vera með á HM í Brasilíu eftir þrjú ár. Vísir/Vilhelm Nú er loksins ljóst hvar næsta heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu fer fram. Brasilía mun halda HM 2027. Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027. HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Kosið var um þetta á ársþingi Alþjóða knattspyrnusambandsins í Bangkok í Tælandi. Fulltrúar frá 211 þjóðum kusu. Valið stóð á milli Brasilíu annars vegar og sameiginlegs boðs frá Þýskalandi, Belgíu og Hollandi hins vegar. Mikil gagnrýni hefur verið á það hversu seint þetta er valið en keppnin fer fram eftir aðeins þrjú ár. The 2027 #FIFAWWC will be hosted by Brazil! 🤩🇧🇷 pic.twitter.com/iPAISNUZmc— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) May 17, 2024 Sameiginlegt boð frá Bandaríkjunum og Mexíkó var líka upp á borðinu en það var dregið til baka fyrir þremur vikum því fulltrúar þeirra sambanda ákváðu að einbeita sér frekar að því að hreppa 2031 mótið. Suður-Afríka hafði einnig dregið til baka boð sitt í nóvember 2023 og ætlar sér líka að reyna við 2031 mótið. Þetta var í fyrsta skiptið sem ársþing FIFA, og þar með öll knattspyrnusambönd heims, kjósa um hvar HM kvenna fer fram en hingað til hefur gestgjafinn verið valinn af framkvæmdaráði FIFA. Brasilía kom best út í matskýrslu FIFA og þetta val kemur því ekki á óvart. Brasilíumenn hafa haldið tvær heimsmeistarakeppnir en báðar karlamegin, fyrst 1950 og svo aftur 2014. Brasilía vildi fá að halda HM 2023 en hætti við eftir vandamál tengdum kórónuveirufaraldrinum. Japan hætti þá einnig við og á endanum stóð valið á milli Kólumbíu og sameiginlegs framboðs frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Keppnin endaði þar og fór vel fram. Það er ekki búið að ákveða endanlega dagana en keppnin má fara fram frá 25-31 maí til júlí 2027. HM kvenna er alltaf að stækka og er orðinn miklu stærri viðburður en fyrir rúmum áratug. Íslenska kvennalandsliðinu hefur aldrei tekist að komast á HM en hver veit nema að fyrsta heimsmeistarakeppni stelpnanna okkar verði í Brasilíu 2027.
HM 2027 í Brasilíu Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira