Fótbolti

Kjósa um hvort notkun VAR verði hætt

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Forráðamenn Wolves vilja losna við VAR.
Forráðamenn Wolves vilja losna við VAR. Jack Thomas - WWFC/Wolves via Getty Images

Félög í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu munu á næsta ársfundi deildarinnar kjósa um það hvort notkun myndbandsdómgæslu, VAR, verði hætt frá og með næsta tímabili.

Úrvalsdeildarfélagið Wolves hefur lagt fram formlega tillögu um að deildin afnemi notkun VAR og verður tillagan tekin fyrir með formlegum hætti á ársfundi ensku úrvalsdeildarinnar þann 6. júní næstkomandi. Öll 20 félög deildarinnar munu greiða atkvæði um tillöguna.

Eigi tillagan að ná fram að ganga þarf hún samþykki tveggja þriðjunga liða deildarinnar, sem þýðir að 14 af 20 liðum þurfa að samþykkja hana.

„Eftir fimm tímabil með myndbandsdómgæslu í ensku úrvalsdeildinni finnst okkur vera kominn tími á uppbyggjandi og gagnrýnar umræður um hana,“ segir í yfirlýsingu frá Wolves sem birtist meðal annars á vef The Athletic.

„Við teljum að örlítið meiri nákvæmni sé á kostnað íþróttarinnar. Þess vegna ættum við að leggja myndbandsdómgæsluna niður frá og með næsta tímabili.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


×