Lygileg toppbarátta í Danmörku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. maí 2024 23:30 Orri Steinn Óskarsson er stór ástæða þess að FCK getur orðið Danmerkurmeistari þriðja árið í röð. Getty Images/Lars Ronbog Þó úrslitakeppni Bestu deildar karla í fótbolta hafi ekki enn staðið undir væntingum og Íslandsmeistaratitillinn unnist nokkuð sannfærandi þá er ekki hægt að segja annað en svipað fyrirkomulag sé að gefa vel í Danmörku. Þar eru fjögur lið enn í bullandi baráttu um titilinn þegar þrjár umferðir eru til loka tímabils. Það urðu heldur betur sviptingar í deildinni um helgina þegar Orri Steinn Óskarsson hjálpaði FC Kaupmannahöfn að vinna 3-1 útisigur á Bröndby. Sá sigur skilaði meisturunum upp á topp töflunnar með 58 stig á meðan gulklætt lið Bröndby fór alla leið niður í 4. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir toppliðunum tveimur. Sverrir Ingi Ingason og félagar unnu einnig sinn leik um helgina og eru jafnir toppliði FCK um þessar mundir á meðan Nordsjælland, sem vann einnig sinn leik um helgina, er líkt og Bröndby með 56 stig. Jonas Hebo Goldmann, sparkspekingur TV 2 Sports í Danmörku, segir toppbaráttuna þar í landi aldrei hafa verið jafn spennandi. „Það er magnað að sjá að þegar það eru þrjár umferðir eftir geta fjögur lið enn unnið titilinn. Það er enn ruglaðra að þrjú liðanna hafa örlögin í eign höndum.“ Goldmann segir að ríkjandi meistarar í FCK séu líklegastir til að hreppa hnossið eins og staðan er í dag en það á þó margt eftir að gerast. Hér að neðan má sjá hvaða leiki liðin eiga eftir. FCK á eftir Midtjylland (heima), AGF (úti) og Nordsjælland (heima). Midtjylland á eftir FCK (úti), Nordsjælland (úti) og Silkeborg (heima). Bröndby á eftir Nordsjælland (heima), Silkeborg (úti) og AGF (heima). Nordsjælland á eftir Bröndby (úti), Midtjylland (heima) og FCK (úti). Það er ljóst að margt getur breyst frá því nú og þegar flautað verður til leiksloka þann 26. maí þegar lokaumferð deildarinnar fer fram. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Það urðu heldur betur sviptingar í deildinni um helgina þegar Orri Steinn Óskarsson hjálpaði FC Kaupmannahöfn að vinna 3-1 útisigur á Bröndby. Sá sigur skilaði meisturunum upp á topp töflunnar með 58 stig á meðan gulklætt lið Bröndby fór alla leið niður í 4. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir toppliðunum tveimur. Sverrir Ingi Ingason og félagar unnu einnig sinn leik um helgina og eru jafnir toppliði FCK um þessar mundir á meðan Nordsjælland, sem vann einnig sinn leik um helgina, er líkt og Bröndby með 56 stig. Jonas Hebo Goldmann, sparkspekingur TV 2 Sports í Danmörku, segir toppbaráttuna þar í landi aldrei hafa verið jafn spennandi. „Það er magnað að sjá að þegar það eru þrjár umferðir eftir geta fjögur lið enn unnið titilinn. Það er enn ruglaðra að þrjú liðanna hafa örlögin í eign höndum.“ Goldmann segir að ríkjandi meistarar í FCK séu líklegastir til að hreppa hnossið eins og staðan er í dag en það á þó margt eftir að gerast. Hér að neðan má sjá hvaða leiki liðin eiga eftir. FCK á eftir Midtjylland (heima), AGF (úti) og Nordsjælland (heima). Midtjylland á eftir FCK (úti), Nordsjælland (úti) og Silkeborg (heima). Bröndby á eftir Nordsjælland (heima), Silkeborg (úti) og AGF (heima). Nordsjælland á eftir Bröndby (úti), Midtjylland (heima) og FCK (úti). Það er ljóst að margt getur breyst frá því nú og þegar flautað verður til leiksloka þann 26. maí þegar lokaumferð deildarinnar fer fram.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira