Veit ekki hvort hann fái svar áður en spurningin verði úrelt Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 11:55 Að mati Helga yrði það grafalvarlegt ef Blessing yrði send úr landi áður en að afstaða verður tekin í málinu. Vísir/Ívar Fannar „Við höfum fengið svör en engin viðbrögð,“ segir Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður Blessing Uzoma Newton sem flytja á úr landi í dag. Samkvæmt læknisvottorði er hún ekki ferðafær vegna mjög slæmrar heilsu. Helgi hefur óskað eftir því að brottvísuninni verði frestað vegna þess og fengið svör um að beiðni hans hafi verið móttekin. Umrætt svar barst til hans í morgun. „Ég spurði hvort ég gæti þá fengið að vita hvenær brottvísunin er, en það eru ekki upplýsingar sem þeir gefa. Í kjölfarið spurði ég hvort það yrði búið að taka afstöðu til erindisins þegar brottflutningurinn fer fram, og þau gátu ekki svarað því,“ segir Helgi. „Þannig ég er í raun ekki búinn að fá svar um það hvort ég fái svar áður en spurningin er orðin úrelt. Ég er bara búinn að fá formlegt svar um það að erindið sé til skoðunar.“ Að svo stöddu segist Helgi lítið geta gert nema að ítreka að erindi hans sé áríðandi. Blessing er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag og til stendur að flytja til Nígeríu. Í læknisvottorðinu kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Að mati Helga yrði það grafalvarlegt ef Blessing yrði send úr landi áður en að afstaða hafi verið tekin í málinu. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Umrætt svar barst til hans í morgun. „Ég spurði hvort ég gæti þá fengið að vita hvenær brottvísunin er, en það eru ekki upplýsingar sem þeir gefa. Í kjölfarið spurði ég hvort það yrði búið að taka afstöðu til erindisins þegar brottflutningurinn fer fram, og þau gátu ekki svarað því,“ segir Helgi. „Þannig ég er í raun ekki búinn að fá svar um það hvort ég fái svar áður en spurningin er orðin úrelt. Ég er bara búinn að fá formlegt svar um það að erindið sé til skoðunar.“ Að svo stöddu segist Helgi lítið geta gert nema að ítreka að erindi hans sé áríðandi. Blessing er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag og til stendur að flytja til Nígeríu. Í læknisvottorðinu kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Að mati Helga yrði það grafalvarlegt ef Blessing yrði send úr landi áður en að afstaða hafi verið tekin í málinu.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08 „Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12. maí 2024 14:08
„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. 11. maí 2024 12:24