„Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2024 12:24 Lögmaðurinn Helgi Silva hefur gætt hagsmuna kvennanna. Vísir/Ívar Fannar Lögmaður kvenna sem vísa á úr landi eftir helgi segir skjóta skökku við að íslensk stjórnvöld ætlist til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og segi sögu sína, þegar viðbrögð ríkisins séu þau að handtaka fórnarlömbin og senda þau úr landi. Konurnar segjast allar hafa verið fórnarlömb mansals áður en þær komu hingað til lands. Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Konurnar þrjár eru frá Nígeríu og sóttu um vernd hér á landi á milli 2018 og 2020. Í gærkvöldi voru þær úrskurðaðar í varðhald af héraðsdómi Reykjaness. Þær verða þá sendar til Nigeríu á mánudag. Lögmaður kvennanna, sem þekkist ekki innbyrðis, segir mál þeirra lík. „Að því leytinu til að þessar konur eru afar viðkvæmar og eru þolendur skipulags og mansals,“ segir Helgi Silva, lögmaður kvennanna. Konurnar, sem heita Blessing Newton, Esther og Mary, hafi allar fengið synjun um alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Sem ég er náttúrulega afar ósammála. Maður getur varla ímyndað sér hvað þarf að koma til, svo að menn eigi rétt á þessu leyfi.“ Aldrei verið í feluleik Konurnar hafi verið sviptar þjónustu á síðasta ári á grundvelli nýrra útlendingalaga. Í kjölfarið hafi þær reitt sig á hjálparsamtök varðandi gistingu. Þeim hafi einnig verið gert að sinna tilkynningarskyldu. „Sem þær gerðu. Það er að segja mæta til lögreglu þrisvar í viku til að sýna fram á að þær væru ekki í feluleik, sem þær hafa aldrei verið.“ Helgi telur harkalegt að hneppa konurnar í varðhald síðustu dagana áður en þær verða sendar úr landi. „En það er náttúrulega bara smáatriði í stóru myndinni. Stóra myndin er náttúrulega það að þetta er bara afar sorglegt. Að við séum ekki komin lengra í því að koma auga á þolendur mansals og veita þeim vernd og stuðning, sem fórnarlömb mansals gjörsamlega þurfa,“ segir Helgi. „Þú getur varla ætlast til þess að fórnarlömb mansals stigi fram og bendi á þá sem hafa farið illa með þær ef venjuleg viðbrögð íslenska ríkisins eru iðulega að handtaka þig og flytja þig úr landi,“ segir Helgi að lokum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Sjá meira
Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. 11. maí 2024 00:01