Gregg: Algjörlega óásættanlegt Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2024 20:00 Gregg Ryder var ekki ánægður með sína menn í dag hvorki frammistöðu né andann í liðinu. vísir / anton brink HK gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar þeir lögðu KR af velli 1-2 í sjöttu umferð Bestu deildar karla. Gregg Ryder þjálfari þeirra svarthvítu fór engum silkihönskum um sína menn hvorki frammistöðuna þeirra né hugarfarið. Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“ Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Fyrir leik þá vildi Gregg fá góða frammistöðu en hann fékk hana ekki og var spurður að því hvort þetta hafi ekki verið líkara martröð. „Ég fékk allavega ekki frammistöðuna sem ég vildi. Ég fékk hvorki ástríðu né ákafa frá leikmönnunum fyrr en að við vorum orðnir færri á vellinum. Þegar við vorum orðnir 10 og svo níu manns eftir í liðinu þá fórum við að sýna alvöru baráttu. Ég spurði drengina afhverju þetta væri svona.“ Gregg var mjög lengi í klefanum að tala við sína menn eftir leik og þurftu blaðamenn að bíða lengi eftir honum út aftur til að spyrja út í leikinn. Hann var því spurður hvort hann hafi fengið svar frá sínum mönnum afhverju þeir væru ekki að sýna vilja og baráttu. „Ég fékk ekki svar. Við þurfum að líta í eigin barm. Allir sem einn. Þetta er ekki út af einstaklingunum heldur snýst þetta um liðið og liðsheildina. Við munum verða gagnrýndir núna og ég þar á meðal. Sú gagnrýni verður verðskulduð því þetta er algjörlega óásættanlegt. Við trúum því að við getum snúið þessu við.“ Hvað þarf að gera á milli leikja hjá KR-ingum? „Á æfingum þá? Við þurfum bara að mæta til leiks og standa okkur mikið betur. Hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað þá þurfum við að mæta og sýna ástríðu og baráttuanda eins og við gerðum síðustu tíu mínúturnar. Maður verður að mæta og standa sína plikt.“ Gregg var ekki ósáttur við dómarana þó að hann hafi misst tvo leikmenn af velli með rautt spjald. „Við getum ekkert gert í þessum dómurum, við ráðum ekki yfir þeim. Við þurfum að gera betur.“ KR var mikið með boltann en náði ekki að skapa sér nokkuð að ráði á sóknarhelmingnum. Hvað hefði Gregg viljað sjá betur gert hjá sínum mönnum? „Við verðum að vera með meiri sköpun eins og við vildum. Vorum bara ekki með neina sköpunargleði. Við vinnum í því.“
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15 Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Frækinn sigur HK á Meistaravöllum KR og HK mættust í 6. umferð Bestu deildar karla í fótbolta að Meistaravöllum í dag þar sem gestirnir fóru með frækinn sigur af hólmi. 12. maí 2024 16:15
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn