AC Milan vann öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Cagliari og með sigrinum gulltryggði liðið sér annað sæti deildarinnar.
Leikmenn liðsins voru þó ekki merktir eins og áður í leiknum, heldur prýddu treyjurnar eftirnöfn mæðra leikmanna liðsins. Félagið gerði þetta af tveimur ástæðum; til að halda upp á mæðradaginn, sem er í dag, og til að vekja athygli á réttinum til persónulegrar auðkenningar (e. personal identity).
Þann 1. júní árið 2022 samþykkti ítalska þingið lög þess efnis að báðir foreldrar hafi rétt á að velja eftirnöfn barna sinna sem hluta af sinni persónulegu auðkenningu.
To celebrate Mother's Day, AC Milan players are displaying their mothers' surnames on the back of their shirts against Cagliari 🫶
— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 11, 2024
📺 @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/0oyvQz9HQP
„Að spila með eftirnöfn mæðra okkar á treyjunum er einstök leið til að heiðra þessar mögnuðu konur sem hafa mótað líf okkar og stutt okkur frá því við komum í heiminn,“ sagði Christian Pulisic, leikmaður AC Milan, en hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í sigri gærkvöldsins.