Davíð Smári: Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst Þorsteinn Hjálmsson skrifar 11. maí 2024 16:55 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Visir/ Hulda Margrét Vestri tapaði sínum öðrum leik í röð í Bestu deildinni í dag. 3-0 ósigur á Akranesi gegn heimamönnum staðreynd í leik þar sem lítið gekk upp hjá gestunum. Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum ekki par sáttur eftir leik. „Tvö lið sem bara áttu ekki sinn besta dag. Þetta var náttúrulega alls ekki skemmtilegur leikur á að horfa og lítið um gæði. Svo sem hægt að kenna vellinum eitthvað um það, en ef ég sný mér að mínu liði þá vorum við bara arfaslakir í dag og áttum bara erfitt með að fóta okkur og erfitt með að senda boltann. Mikið af feilum, stuttar auðveldar sendingar sem að fóru eitthvert allt annað en við ætluðum okkur og mikið af sendingum beint út af vellinum, alls ekki nógu gott.“ Sóknarleikur Vestra var varla til staðar í dag og stóðu heimamenn sína plikt í vörninni. „Þegar við spilum illa, okkur gekk mjög illa að koma okkur upp völlinn, þá er mjög erfitt að skapa sér eitthvað. Við náðum ofboðslega lítið að koma boltanum að þeirra boxi og mér fannst líka mörkin sem við vorum að gefa vera hræódýr og léleg.“ ÍA leiddi með einu marki í hálfleik eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Johannes Vall skoraði svo annað mark leiksins úr aukaspyrnu af um 35 metra færi, en Davíð Smári var ekki sáttur með sinn mann í markinu, Karl William Eskelinen, í því marki. „Mér finnst við byrja seinni hálfleikinn aðeins sterkara, en svo er bara þetta mark númer tvö. Það eru bara einstaklingsmistök, það verður bara að tala um það eins og það er. Þá er leikurinn bara farinn úr okkar höndum. Þeir eru með gríðarlega erfiða varnarblokk sem er erfitt að komast í gegnum og okkur gekk það ekki og auðvitað var leikurinn hálfgert kjaftæði hérna undir lokinn, það er óhætt að tala um það eins og er. Bara fram og til baka og lítið um gæði. Ef ég á að taka eitthvað út úr þessum lokamínútum þá fannst mér liðið mitt reyna allt til enda. Við þurfum bara að taka það með okkur inn í næsta leik.“ ÍA óð í færum í kjölfar annars marksins og náðu að bæta einu marki til viðbótar á þeim kafla. „Mér finnst nú líklegt að það komi smá skjálfti þegar menn skora af 35 metrum, bara nánast með því að skjóta beint á markið. Mér er alveg drullu sama hvort að grasvöllurinn sé eins og hann er og að hann sé eitthvað að skoppa boltanum. Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst nánast og við þurfum bara að vera vanir því að þeir sem eiga að díla við þessa bolta, markmaður í þessu tilviki. Auðvitað er ég ekki sáttur með þetta. En honum til varnar þá er kannski líka hægt að segja það að hann átti nokkrar frábærar vörslur eftir þetta. Það skiptir virkilega miklu máli þegar þú ert markmaður að þú sökkvir ekki þegar þú finnur að undirstöðurnar eru ekki alveg til staðar. Ég ætla nú ekki að kenna honum alfarið um tapið þó að þetta hafi verið vendipunktur í leiknum, þetta annað mark. Við vorum bara ekki góðir í dag og það verður bara að vera áfram gakk og næsti leikur.“ Næsti leikur Vestra er gegn KA á Akureyri í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Davíð Smári segir sitt lið þurfa að laga sóknarleikinn sérstaklega fyrir þann leik. „Í fyrsta lagi verðum við bara að vinna aðeins í sendingunum hjá okkur og fá smá þor í okkur, þora að spila fótbolta. Mér fannst á köflum þegar við reyndum að spila fótbolta að þá fannst mér þetta ganga miklu betur. Við erum með fullt af gæðum í þessu liði og við getum bara gert miklu betur. Þetta var bara „one of those days“ þar sem þetta var bara off og stundum gengur upp að kreista fram úrslit ef maður nær að halda hreinu, en það gekk heldur betur ekki í dag. Þetta bara rann okkur úr greipum og við þurfum að gera töluvert betur en þetta,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum ekki par sáttur eftir leik. „Tvö lið sem bara áttu ekki sinn besta dag. Þetta var náttúrulega alls ekki skemmtilegur leikur á að horfa og lítið um gæði. Svo sem hægt að kenna vellinum eitthvað um það, en ef ég sný mér að mínu liði þá vorum við bara arfaslakir í dag og áttum bara erfitt með að fóta okkur og erfitt með að senda boltann. Mikið af feilum, stuttar auðveldar sendingar sem að fóru eitthvert allt annað en við ætluðum okkur og mikið af sendingum beint út af vellinum, alls ekki nógu gott.“ Sóknarleikur Vestra var varla til staðar í dag og stóðu heimamenn sína plikt í vörninni. „Þegar við spilum illa, okkur gekk mjög illa að koma okkur upp völlinn, þá er mjög erfitt að skapa sér eitthvað. Við náðum ofboðslega lítið að koma boltanum að þeirra boxi og mér fannst líka mörkin sem við vorum að gefa vera hræódýr og léleg.“ ÍA leiddi með einu marki í hálfleik eftir bragðdaufan fyrri hálfleik. Johannes Vall skoraði svo annað mark leiksins úr aukaspyrnu af um 35 metra færi, en Davíð Smári var ekki sáttur með sinn mann í markinu, Karl William Eskelinen, í því marki. „Mér finnst við byrja seinni hálfleikinn aðeins sterkara, en svo er bara þetta mark númer tvö. Það eru bara einstaklingsmistök, það verður bara að tala um það eins og það er. Þá er leikurinn bara farinn úr okkar höndum. Þeir eru með gríðarlega erfiða varnarblokk sem er erfitt að komast í gegnum og okkur gekk það ekki og auðvitað var leikurinn hálfgert kjaftæði hérna undir lokinn, það er óhætt að tala um það eins og er. Bara fram og til baka og lítið um gæði. Ef ég á að taka eitthvað út úr þessum lokamínútum þá fannst mér liðið mitt reyna allt til enda. Við þurfum bara að taka það með okkur inn í næsta leik.“ ÍA óð í færum í kjölfar annars marksins og náðu að bæta einu marki til viðbótar á þeim kafla. „Mér finnst nú líklegt að það komi smá skjálfti þegar menn skora af 35 metrum, bara nánast með því að skjóta beint á markið. Mér er alveg drullu sama hvort að grasvöllurinn sé eins og hann er og að hann sé eitthvað að skoppa boltanum. Við erum búnir að æfa þessa íþrótt síðan við fæddumst nánast og við þurfum bara að vera vanir því að þeir sem eiga að díla við þessa bolta, markmaður í þessu tilviki. Auðvitað er ég ekki sáttur með þetta. En honum til varnar þá er kannski líka hægt að segja það að hann átti nokkrar frábærar vörslur eftir þetta. Það skiptir virkilega miklu máli þegar þú ert markmaður að þú sökkvir ekki þegar þú finnur að undirstöðurnar eru ekki alveg til staðar. Ég ætla nú ekki að kenna honum alfarið um tapið þó að þetta hafi verið vendipunktur í leiknum, þetta annað mark. Við vorum bara ekki góðir í dag og það verður bara að vera áfram gakk og næsti leikur.“ Næsti leikur Vestra er gegn KA á Akureyri í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Davíð Smári segir sitt lið þurfa að laga sóknarleikinn sérstaklega fyrir þann leik. „Í fyrsta lagi verðum við bara að vinna aðeins í sendingunum hjá okkur og fá smá þor í okkur, þora að spila fótbolta. Mér fannst á köflum þegar við reyndum að spila fótbolta að þá fannst mér þetta ganga miklu betur. Við erum með fullt af gæðum í þessu liði og við getum bara gert miklu betur. Þetta var bara „one of those days“ þar sem þetta var bara off og stundum gengur upp að kreista fram úrslit ef maður nær að halda hreinu, en það gekk heldur betur ekki í dag. Þetta bara rann okkur úr greipum og við þurfum að gera töluvert betur en þetta,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Vestri ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Vestri 3-0 | Öruggt hjá ÍA í slag nýliðanna ÍA hafði betur, 3-0, gegn Vestra í slag nýliðanna í Bestu deild karla í fótbolta í dag og var sigurinn afar verðskuldaður. 11. maí 2024 15:57